fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Segja gríðarlega umfangsmikla herkvaðningu yfirvofandi í Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 07:59

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniþjónusta úkraínska hersins segir að Rússar séu nú að undirbúa nýja herkvaðningu og að nú verði 500.000 menn kallaðir til herþjónustu til viðbótar við þá 300.000 sem voru kvaddir til herþjónustu í haust.

The Guardian skýrir frá þessu. Andriy Chernyak, fulltrúi leyniþjónustu úkraínska hersins, sagði í samtali við þýska fjölmiðilinn T-Online að herkvaðningin hefjist 15. janúar.

Jacob Kaarsbo, sem er danskur sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá hugveitunni Tænketanken Europa, sagðist í samtali við TV2 vera „nokkuð sannfærður“ um að Úkraínumenn hafi komist yfir ákveðnar upplýsingar um þetta. Hann sagði hins vegar annað mál hvernig herkvaðningin mun verða framkvæmd.

Hann benti einnig á að það sé hægt að afla sér upplýsinga en það geri þær ekki réttar. Mikið sé einnig rætt um þetta í Rússlandi, það er hvort gripið verði til almennrar herkvaðningar.

Hann sagðist telja að svo fari en hvort það verði 500.000 menn viti líklega enginn.

Þegar Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um herkvaðningu 300.000 mann í lok september sagði hann að ekki yrði um frekari herkvaðningu að ræða. Með þessari herkvaðningu sveik hann loforð sem hann hafði gefið um að blanda rússneskum borgurum ekki í stríðið og nú stefnir í að hann svíki loforð sitt um að ekki komi til frekari herkvaðningar.

Kaarsbo sagði að það sé tvíeggjað sverð að grípa til herkvaðningar á nýjan leik og þess vegna muni Rússar reyna að einskorða hana við jaðarsvæði og sneiða hjá stóru borgunum.

Hann sagði ekki útilokað að finna 500.000 menn til að kalla í herinn en fjöldi þeirra sé ekki nauðsynlega afgerandi fyrir Rússa eða Úkraínu. Rússar eigi í erfiðleikum með að afla sér búnaðar og vopna fyrir her sinn og margar sögur hafa borist af illa búnum nýliðum og það geti skipt sköpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu