fbpx
Fimmtudagur 26.janúar 2023
Fréttir

Bendir á „mjög, mjög vanmetinn þátt“ varðandi stríðslok í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 09:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Augu heimsbyggðarinnar hafa beinst að átökunum í Úkraínu á þeim tæpu ellefu mánuðum sem eru liðnir síðan Rússar réðust inn í landið. Það er mjög skiljanlegt að augu fjölmiðla og heimsbyggðarinnar beinist að stríðinu að sögn Friis Arne Petersen.

Hann starfaði árum saman sem stjórnarerindreki á vegum danskra stjórnvalda og var meðal annars sendiherra í Kína, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Hann var einnig skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu.

Í samtali hlaðvarpinu „Avistid“ hjá Weekendavisen sagði hann að í umfjöllun fjölmiðla um stríðið sjáist þeim yfir mikilvægasta þáttinn hvað varðar stríðslok, það eru diplómatískar samningaviðræður. Sagði hann þetta vera „mjög, mjög vanmetinn þátt“ í umfjöllun fjölmiðla.

Hann sagðist telja að stríðinu muni ljúka með diplómatískum samningaviðræðum og að ekki sé nóg áhersla eða umfjöllun um þann þátt. En þetta þýðir að hans sögn ekki að Úkraínumenn eigi að gefa eftir, langt frá því.

Hann sagðist einnig telja að Úkraínumenn eigi að standa fastir fyrir og ekki gefa eftir á neinu sviði, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Þetta á einnig við um Krím en Rússar innlimuðu skagann 2014.

Stjórnmálaskýrendur hafa sagt að hugsanleg lausn á stríðinu geti falið í sér að Úkraínumenn láti Rússum Krím eftir. Í mars á síðasta ári gáfu Úkraínumenn í skyn að ekki væri útilokað að semja um einhverskonar sjálfstæði Krím. En nú er annað hljóð komið í strokkinn og friðarsamningur án Krím væri „tímaeyðsla“ hefur Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagt.

Í samtali við TV2 sagði Petersen að þetta væri upphafspunktur allra friðarviðræðna. Land sem standi frammi fyrir kaldlyndum árásaraðila geti ekki byrjað með að gefa Krím upp á bátinn.

Hann sagði einnig að Úkraína eigi ekki einungis að halda fast í Krím, það sama eigi að gera varðandi héruðin fjögur sem Rússar hafa „innlimað“. Hann sagði að auk þess eigi Úkraína að krefjast stríðsskaðabóta, að Rússar fjármagni enduruppbyggingu landsins og greiði bætur vegna þeirra sem falla í stríðinu.

Hann sagðist ekki telja að stríðinu ljúki á þessu ári en hugsanlegt sé að samið verði um viðvarandi vopnahlé. Í því sambandi vísaði hann til þess að Svíar og Finnar eru á leið inn í NATO, Þýskaland er að verða stærsta herveldi Evrópu, að mörg Evrópuríki eru nú að efla heri sína og að Úkraínumenn hafa staðið sig miklu betur á vígvellinum en nokkur hafi átt von á.

„Ég held að þetta sé raunhæft því Rússar misreiknuðu sig algjörlega á mörgum sviðum. Ef þeir sitja og horfa á þessa sömu skák og við horfum á, þá sjá þeir að aldrei fyrr hefur nokkuð farið svona úrskeiðis varðandi öryggismál þeirra eins og nú,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“
Fréttir
Í gær

Fréttavaktin: Skólaforðun og mannekla sálfræðinga

Fréttavaktin: Skólaforðun og mannekla sálfræðinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigufélagið Alma hætti við að greiða bætur eftir að viðtal birtist við Katrínu Maríu á Vísir.is

Leigufélagið Alma hætti við að greiða bætur eftir að viðtal birtist við Katrínu Maríu á Vísir.is