fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Segja að næsti heimsfaraldur geti orðið 50 milljónum að bana

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. september 2023 04:05

Næsti heimsfaraldur getur brostið á hvenær sem er. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsti heimsfaraldur gæti verið nær okkur í tíma en við höldum og verið af völdum einhverrar óþekktrar veiru og gæti orðið 50 milljónum að bana. Hann yrði þannig af svipaðri stærðargráðu og Spænska veikin.

Þetta segja bóluefnasérfræðingarnir Kate Bingham og Tim Hames og að næsti heimsfaraldur gæti verið af völdum einhverrar af þeim milljón veirum sem enn hafa ekki uppgötvast. Þau eru að gefa út nýja bók, sem heitir „The Long Shot“, að sögn Daily Mail sem fjallaði nýlega um bókina.

„Heimsfaraldurinn 1918-19 banaði að minnsta kosti 50 milljónum manna um allan heim, tvisvar sinnum fleiri en létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Í dag getum við átt von á svipuðum fjölda andláta af völdum einhverrar af þeim veirum sem eru nú þegar til,“ segir í bókinni.

Þau benda á fjöldi veira séu uppteknar við að fjölga sér og stökkbreytast og séu raunar fleiri en öll önnur lífsform hér á jörðinni til samans en það sé ekki þannig að allar þessar veirur séu hættulegar fólki en þó nógu margar.

„Eins og staðan er núna þá vita vísindamenn um 25 veirufjölskyldur, hver þeirra samanstendur af hundruðum eða þúsundum mismunandi veira, sem geta valdið heimsfaraldri segja þau.

En það sem er verra að þeirra sögn er að það eru hugsanlega rúmlega milljón veirutegundir sem hafa ekki enn uppgötvast og að þær geti borist á milli tegunda, stökkbreyst mikið og orðið milljónum manna að bana.

Hvað varðar heimsfaraldur kórónuveirunnar segja þau að heimsbyggðin hafi verið „heppin“ þrátt fyrir að veiran hafi orðið 20 milljónum að bana. „Aðalatriðið er að langflestir þeirra sem sýktust af veirunni náðu sér. Á hinn bóginn er dánartíðni af völdum ebólu um 67%. Fuglaflensa ekki langt að baki með 60%. Meira að segja MERS er með 34%. Við getum því ekki veðjað á að auðvelt verði að halda aftur af næsta heimsfaraldri,“ segja þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi