Þar segir að óþekktir aðilar hafi brotist inn á vel vaktaðan flugvöllinn og sprengt tvær flugvélar og eina þyrlu.
Flugvélarnar og þyrlan skemmdust að sögn svo mikið að ekki er hægt að gera við þær. En það er ekki það sem er verst fyrir Rússa því DIU segir að það hafi valdið miklum ótta meðal yfirmanna rússneska hersins að skemmdarverkamönnum hafi tekist að brjótast inn á herflugvöll í hjarta Rússlands.
Auk þess að koma með nákvæmar lýsingar á aðgerðinni birti DIU nokkrar ljósmyndir til staðfestingar.
Ljósmyndirnar eru mjög óskýrar en þær voru að sögn teknar eftir skemmdarverkin og sýna skemmdirnar á flugvélunum.