fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Tíu brúðkaupsgestir létust

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 12. júní 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls létust 10 manns og 25 slösuðust eftir að rúta full af brúðkaupsgestum valt í vínræktarhéraði Ástralíu.

Slysið varð í héraði sem kallast Hunter Valley og nær yfir landsvæði sem er 120 til 310 kílómetra norðan við borgina Sydney.

Fram kemur í frétt BBC að rútan hafi verið á leið með farþegana frá vettvangi brúðkaupsins þegar hún valt. Slysið átti sér stað klukkan 23.30 að staðartíma á sunnudagskvöld en ökumaður rútunnar hefur þegar verið ákærður fyrir háskaakstur sem hafi orsakað dauðsföllin tíu.

Enn er verið að bera kennsl á hin látnu en brúðhjónin voru ekki um borð.

Mikil þoka er sögð hafa verið á svæðinu. Rútan valt þegar hún var að beygja á hringtorgi. Talið er víst að gestirnir hafi verið á leið til gististaðar.

Að minnsta kosti einn hinna slösuðu er í lífshættu.

Forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, tjáði sig um slysið og sagði það grimmilegt, sorglegt og ósanngjarnt að gleðilegur dagur á fallegum stað skyldi enda með svo hörmulegum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi