fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fréttir

Hafa orðið af sjö milljónum út af búsetu í Bandaríkjunum – „Einfaldlega skammarlegt fyrir Ísland”

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 10. júní 2023 10:10

Aðalheiður Rut Davíðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er brot á réttindum barna samkvæmt lögum. Það er tekið skýrt fram að öll börn eiga að njóta allra réttinda Barnasáttmálans án tillits hvar þau búa eða hver þau eru. Aldrei skal koma fram við börn af órétti og það er verið að gera í þessu tilviki. Það er verið að mismuna börnunum mínum eftir búsetu,” segir Aðalheiður Rut Davíðsdóttir, sem býr ásamt þremur sonum sínum í Washington-fylki í Bandaríkjunum. Fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna árið 2017 en í kjölfarið hættu tveir íslenskir barnsfeður Aðalheiðar Rutar að greiða meðlög með drengjunum. Ísland er ekki með tvíhliða samning við Bandaríkin og því féllu meðlagsgreiðslur frá Tryggingastofnun niður og engin leið er til að innheimta þau nema með dómsmáli á Íslandi. Slíkt er þó bæði rándýrt og tímafrekt.

Orðið af sjö milljónum vegna búsetu sinnar

Aðalheiður Rut var í viðtali við DV árið 2017 um þessa holu í kerfinu en núna, sex árum síðar, hefur ekkert breyst. Frá því að fjölskyldan flutti vestur um haf þá hafa synir Aðalheiðar Rutar orðið af 7 milljónum króna í framfærslu vegna búsetu sinnar. „Það eru einfaldlega ekki öll börn það heppin að feður þeirra vilji taka þátt í lífi þeirra,” segir Aðalheiður Rut. Á Íslandi fá börn í þeirri stöðu engu að síður meðlögin greidd frá Tryggingastofnun en á móti verður til skuld meðlagsgreiðandans við stofnunina. Slíkt er ekki til staðar varðandi þau börn sem búsett eru í Bandaríkjunum.

Þá segir hún það skjóta skökku við að ef dæminu væri snúið við og hún og börnin væru búsett á Íslandi en barnsfeður hennar í Bandaríkjunum þá myndi Tryggingastofnun heyra í lögfræðingum vestan hafs og hefja innheimtu.

Segir málið skammarlegt fyrir Ísland

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um bætta stöðu og þjónustu við Íslendinga búsetta erlendis sem þingmenn Pírata og Flokks fólksins hafa sameinast um. Í tillögunni eru stjórnvöld hvött til þess, í tólf liðum, að bæta ýmiskonar þjónustu við Íslendinga búsetta erlendis. Þar á meðal varðandi meðlagsgreiðslur.

Aðalheiður Rut fagnar tillögunni og vonast til þess að frumkvæði þingmannanna verði til þess að nauðsynlegar breytingar verði festar í lög og Ísland skrifi undir alþjóðlega samninga. Skrifaði hún meðal annars umsögn um tillöguna sem birtist á vef Alþingis fyrir skömmu.

„Mér finnst þetta með meðlagsgreiðslurnar einfaldlega skammarlegt fyrir Ísland sem státar sig af því að vera fremst í flokki varðandi réttinda barna. Ég hef allstaðar komið að lokuðum dyrum á Íslandi varðandi þessi mál en líka hérna úti í Bandaríkjunum þar sem ég leitaði aðstoðar stofnunnar sem ber heitið Division of Child Support. Þeir starfsmenn hér ytra eiga ekki orð yfir því að Ísland hafi ekki skrifað undir alþjóðlegan samning frá árinu 2007 sem ber heitið International Recovery of Child Support and Other Forms of Family Maintenance. Þann samning hafa til dæmis stjórnvöld í Kasakstan skrifað undir sem er dæmi um land sem við höfum örugglega talið að við stæðum framar en varðandi réttindi barna,” segir Aðalheiður Rut.

Mætt með dónaskap

Hún hefur barist með ýmsum hætti varðandi réttindi drengja sinna. Árið 2019 vildi svo til að Salvör Nordal, umboðsmaður barna, var stödd á ráðstefnu í Seattle í Washington-fylki. „Þar snerist erindi hennar í stuttu máli um hvað Ísland væri framarlega í réttindum barna. Ég mætti þarna ásamt drengjunum mínum og spurði hana eftir erindið af hverju Ísland væri að brjóta á réttindum þeirra,” segir Aðalheiður Rut. Hún segir að viðbrögð Salvarar hafi verið afar kuldaleg. „Hún sagðist ekki geta beitt sér neitt í málinu og mætti mér bara með dónaskap. Sagði svo að lokum: Ég get bara ekki hugsað um öll börnin í heiminum!” segir Aðalheiður Rut.

Þarf að fara aftur til Íslands til að koma rafrænum skilríkjum í gang

En þrátt fyrir að meðlögin séu stærsta réttindamálið þá tekur þingsályktunartillagan einnig til mála sem að Aðalheiður Rut vonar sannarlega að verði löguð og myndi einfalda líf Íslendinga búsettum erlendis mikið. Til að mynda aðgengi einstaklinga erlendis að stafrænni þjónustu með rafrænum skilríkjum og útgáfu íslenskra vegabréfa á erlendri grund.

„Rafræn skilríki eru lykillinn að allri þjónustu á Íslandi. Ég þurfti að fara með syni mína spes ferð til Íslands að sækja um þau og einnig endurnýja vegabréf. Síðan lendi ég því þegar heim er komið til Seattle að stimpla inn vitlaust PIN númer og skilríkin læsast. Til þess að laga það þá þarf ég að mæta í eigin persónu til Íslands sem er náttúrlega alveg út í hött,” segir Aðalheiður Rut.

Sama sagan sé með vegabréfin en einni valkosturinn fyrir utan að fljúga heim til Íslands er að fljúga til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington DC, og heimsækja þar sendiráð Íslands. „Þangað er sex klukkustunda flug fyrir okkur að sækja þá þjónustu og því eru þessir kostir báðir dýrir og tímafrekir,” segir Aðalheiður Rut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gervigreindin málar Íslandssöguna – Þungskýjað á öllum myndum

Gervigreindin málar Íslandssöguna – Þungskýjað á öllum myndum
Fréttir
Í gær

Karen Millen reynir að byggja sig upp á ný eftir Íslandshrakfarirnar – „Ég bjó þarna í tuttugu ár og fékk eitt ár til að tæma húsið“

Karen Millen reynir að byggja sig upp á ný eftir Íslandshrakfarirnar – „Ég bjó þarna í tuttugu ár og fékk eitt ár til að tæma húsið“
Fréttir
Í gær

Páll skipstjóri gerir upp símamálið – „Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki“

Páll skipstjóri gerir upp símamálið – „Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki“
Fréttir
Í gær

Egill var þrúgaður af áhyggjum og allur í verkjum

Egill var þrúgaður af áhyggjum og allur í verkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Indland segir Kanada veita hryðjuverkamönnum skjól

Indland segir Kanada veita hryðjuverkamönnum skjól
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Að minnsta kosti þrír handteknir í aðgerðum sérsveitar og lögreglu í Flúðaseli – Sama íbúð og síðast

Að minnsta kosti þrír handteknir í aðgerðum sérsveitar og lögreglu í Flúðaseli – Sama íbúð og síðast
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úkraínumenn eru komnir í gegnum helstu varnarlínu Rússa

Úkraínumenn eru komnir í gegnum helstu varnarlínu Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta hrakti Íslendinga til Danmerkur – „Ómögulegt að lifa“ – „Ísland er bara fyrir yfirstéttarfólk“ – „Klíku- og venslaskapurinn“

Þetta hrakti Íslendinga til Danmerkur – „Ómögulegt að lifa“ – „Ísland er bara fyrir yfirstéttarfólk“ – „Klíku- og venslaskapurinn“