fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Lukashenko bætir 100.000 mönnum við her sinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 08:00

Aleksandr Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aleksandr Lukashenko, forseti Hvíta Rússlands, skýrði frá því á mánudaginn að hann hafi fyrirskipað stofnun nýs heimavarnarliðs með 100.000 til 150.000 sjálfboðaliðum og jafnvel fleiri ef þörf er á.

Hann segir þetta gert til að allir „kunni að meðhöndla vopn“ og verði viðbúnir til að svara hugsanlegri áreitni gegn landinu og til að halda uppi lögum og reglu á friðartímum.

„Staðan er ekki auðveld. Ég hef sagt oftar en einu sinni, sérhver maður og ekki bara maður, eigi að geta meðhöndlað vopn,“ sagði Lukashenko á fundi hjá öryggisráði landsins og bætti við: „Í það minnsta til að vernda fjölskyldu sína og ef nauðsyn krefur, heimili sitt, jörðina sína og ef nauðsyn krefur landið.“

Í síðustu viku sagði Lukashenko að hann myndi aðeins gefa her sínum fyrirmæli um að berjast með rússneska hernum ef annað land myndi ráðast á Hvíta-Rússland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“