Tilkynnt var um skemmdarverk á innkaupakerru í Kringlunni. Lögreglan hafði uppi á þeim grunaða og tók skýrslu af honum.
Þrír ökumenn voru handteknir grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og annar er grunaður um vörslu fíkniefna.
Í Hafnarfirði varð vinnuslys þegar frosinn jarðvegur hrundi ofan í holu og yfir fót manns sem var þar við störf. Hann var fluttur á bráðamóttöku en talið er að áverkar hans séu minni háttar.
Í Hafnarfirði lentu bifreið og vespa í árekstri. Ökumaður vespunnar slasaðist lítillega.