fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fréttir

Arna Hlín og Mikko Koskinen nýjir stjórnendur hjá Running Tide

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. september 2022 09:36

Arna og Mikko - Myndir/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Running Tide hefur ráðið tvo nýja stjórnendur, þau Örnu Hlín Daníelsdóttur og Mikko Koskinen. Þetta kemur fram í tilkynningunni frá fyrirtækinu.

Arna Hlín Daníelsdóttir er nýr rekstrarstjóri Running Tide á Íslandi. Arna var áður rekstrarstjóri ráðgjafafyrirtækisins Expectus en þar á undan starfaði hún í fimm ár hjá alþjóðlega tæknifyrirtækinu Tempó. Arna er með meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Mikko Koskinen hefur verið ráðinn markaðsstjóri Running Tide á heimsvísu en hann flutti hingað til lands frá Finnlandi sérstaklega til að starfa hjá fyrirtækinu. Mikko er með meistaragráðu í vélaverkfræði og aukagrein í iðnhönnun frá Aalto háskólanum. Mikko stofnaði rúgbrennsluna Kyrö sem er í dag einn stærsti viskí- og ginframleiðandi á Norðurlöndum. Hann er einnig meðstofnandi og stjórnarformaður Nemo Seafarms, fyrirtækis á frumstigi sem vinnur að því að draga úr of miklu magni næringarefna með því að rækta þang í Eystrasalti.

Running Tide er með starfsemi á þremur stöðum á Íslandi: í Lækjargötu í Reykjavík, á Breiðinni á Akranesi og á Grundartanga, þar sem athafnasvæði fyrirtækisins er. Um er að ræða sjávartæknifyrirtæki sem hannar og þróar tækni til að örva náttúrulegt ferli sjávarins við að fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu, vinna gegn súrnun sjávar og bæta lífríki hafsins.

Ávinningnum er skilað bæði til sjávarplássa og vistkerfa heimsins. Running Tide var stofnað af Marty Odler, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine fylki í Bandaríkjunum og er í samstarfi við loftslags- og hafvísindastofnanir á borð við The Center for Climate Repair í Cambridge, Ocean Visions og Roux Institute við Northeastern University.

„Reynsla Örnu og Mikko mun nýtast vel innan Running Tide,“ segir Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, framkvæmdastjóri Running Tide, um ráðningarnar.

„Mikko er margreyndur frumkvöðull og er hann fyrsti starfsmaður fyrirtækisins sem hefur aðsetur á Íslandi en starfar þvert á félagið og allar okkar staðsetningar. Arna hefur áður unnið hjá alþjóðlegu fyrirtæki og mun hún gegna lykilhlutverki í uppbyggingu á starfseminni á Íslandi. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur og við munum halda áfram að stækka teymið á næstu misserum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Norðmenn kalla mörg þúsund heimavarnarliða til starfa

Norðmenn kalla mörg þúsund heimavarnarliða til starfa
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Nemandi í MH: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“

Nemandi í MH: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Nafn hins látna í harmleiknum í Ólafsfirði

Nafn hins látna í harmleiknum í Ólafsfirði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Öflug sókn úkraínska hersins í suðri – Sækir fram á tvennum vígstöðvum

Öflug sókn úkraínska hersins í suðri – Sækir fram á tvennum vígstöðvum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bretar munu styðja Úkraínu þar til sigur hefur unnist á Rússum

Bretar munu styðja Úkraínu þar til sigur hefur unnist á Rússum
Fréttir
Í gær

Guðrún Óla nýr ritstjóri Vikunnar

Guðrún Óla nýr ritstjóri Vikunnar
Fréttir
Í gær

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi