fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Fréttir

Háskaför um Evrópu endaði með ósköpum á Íslandi – Flutti kíló af kókaíni innvortis til Íslands

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 15:30

Mynd/Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máli héraðssaksóknara gegn 24 ára gömlum nígerískum karlmanni var á dögunum þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en manninum er gefið að sök að hafa flutt rétt tæpt kíló af kókaíni með sér til Íslands frá París, innvortis, með flugfélaginu Transavia. Til Parísar er maðurinn svo sagður hafa flutt kókaínið, einnig innvortis, frá Hollandi. Kókaínið er, að því er fram kemur í ákærunni sem DV hefur undir höndum, mjög sterkt og þarf því ekki að spyrja hvernig hefði farið ef pakkningarnar utan um kókaínið sem maðurinn bar innvortis hefðu rofnað. Maðurinn var að endingu handtekinn við komuna til Íslands.

Af ákærunni má ráða að maðurinn dvelji nú í fangelsinu á Hólmsheiði í gæsluvarðhaldi.

Saksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið var þingfest á þriðjudaginn síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara
Fréttir
Í gær

Kona fundin sek um innflutning á töluverðu magni af kókaíni

Kona fundin sek um innflutning á töluverðu magni af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnar loka þjóðvegi og nota sem flugvöll fyrir herþotur

Finnar loka þjóðvegi og nota sem flugvöll fyrir herþotur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“