fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fréttir

Telur að sífellt fleira bendi til að Rússar hafi gengið í gildru – 20.000 hermenn í vanda

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 06:55

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að 20.000 rússneskir hermenn eiga á hættu að verða umkringdir af úkraínskum hersveitum í Kherson. Rússarnir eiga í erfiðleikum með birgðaflutninga, eru næstum króaðir af á vesturbakka Dnipro og einu flutningsleiðirnar til þeirra eru í lofti eða yfir tvær flotbrýr. Úkraínumenn eru búnir að eyðileggja hinar brýrnar sem Rússarnir gátu notað.

Ekki bætir úr skák að svo virðist sem foringjar rússnesku hersveitanna séu flúnir frá vesturbakkanum og hafi skilið undirmenn sína eftir. DV skýrði frá þessu fyrr í morgun.

Segir að Rússar hafi yfirgefið 20.000 hermenn nærri Kherson

Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við TV2 að sífellt fleira bendi til að Rússar hafi gengið í gildru í Kherson.

Í júní lýstu Úkraínumenn því yfir að þeir myndu ná Kherson aftur á sitt vald fyrir september og sagði Nielsen að það hafi verið ákveðinn tilgangur með því hjá Úkraínumönnum að skýra frá þessu opinberlega.

„Þetta er eitthvað sem Úkraínumenn hafa sagt aftur og aftur og aftur. Venjulega myndi maður halda svona áætlunum leynilegum en þetta líkist því að ætlunin hafi verið að lokka eins margar rússneskar hersveitir til Kherson og mögulegt væri,“ sagði hann.

Síðan hafi Úkraínumenn getað ráðist á birgðakeðjur Rússa með vestrænum vopnum, ekki síst hinu umtalaða HIMARS-flugskeytakerfi. „Þetta líkist því sífellt meira og meira að Rússar hafi gengið í gildru,“ sagði Nielsen.

Úkraínumenn eiga ekki í erfiðleikum með birgðaflutninga sína því þeir eru nærri eigin herstöðvum og bæir og birgðaleiðir eru nærri úkraínsku hersveitunum. Nielsen sagði að ef Rússar ætli að gera eitthvað þurfi þeir að senda flugvélar á svæðið en það sé erfitt því Úkraínumenn séu farnir að ráða lögum og lofum í lofti.

Spá hans er að á næstu vikum muni allt að 20.000 rússneskir hermenn verða umkringdir og einangraðir á vesturbakka Dnipro vegna árása Úkraínumanna á innviði og birgðaflutningaleiðir þeirra: „Þetta mun þýða að við munum sjá mikinn fjölda rússneskra stríðsfanga, meira mannfall og Rússa sem skilja ökutæki sín eftir eða neyðast til að gefast upp.“

Hann sagði að ef þetta tekst verði það „stórt skref“ fyrir Úkraínumenn og geti skipt sköpum varðandi gang stríðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit“

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Finnar íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi

Finnar íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jónas játar að hafa ítrekað skvett rauðri málningu á rússneska sendiráðið

Jónas játar að hafa ítrekað skvett rauðri málningu á rússneska sendiráðið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bandaríkin bæta enn í vopnasendingar til Úkraínu

Bandaríkin bæta enn í vopnasendingar til Úkraínu