fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Rússneska sendiráðið segist ekki bera ábyrgð á netárás á vef Fréttablaðsins í morgun – „Mér finnst þetta ekki hörð viðbrögð í málinu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 10:53

Mikhail V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netárás var gerð á vef Fréttablaðsins í morgun og hefur hýsingaraðili síðunnar virkajð sérstakar öryggisreglur vegna árásarinnar sem á að tryggja öryggi síðunnar. Umferð á eldvegginn hjá Fréttablaðinu tólfaldaðist miðað við venjulega umferð milli klukkan 8 og 9 í morgun. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en í henni kemur fram að Ivan Gliskin, upplýsingafulltrúi Rússneska sendiráðsins á Íslandi, vísi því alfarið á bug að vita nokkuð um netárásina. Hann sagði að hver sem er gæti hafa staðið að tölvuárásinni en sendiráðið hefði ekkert haft með hana að gera. „Mér finnst þetta ekki hörð viðbrögð í málinu,“ sagði Gliskin spurður um tölvuárás á frjálsan fjölmiðl á Íslandi.

Eins og fram kom í frétt DV í morgun hafa forsvarsmenn Fréttablaðsins kært hótanir um að netárásir til lögreglu. Í hótuninni sem barst miðlinum kemur fram að verði ekki beðist afsökunar á myndbirtingu af rússneska fánanum sem gólfmottu á síðum blaðsins í gær verði gerð allsherjarnetárás á vef Fréttablaðsins kl.21 í kvöld.

Sjá einnig: Fréttablaðið kærir hótanir rússneskra hakkara til lögreglu – Þetta er atlaga að fjölmiðlafrelsi

Þá barst einnig formlegt bréf til ristjórnar Fréttablaðsins í morgun þar sem þess var krafist að

Rússneska sendiráðið sendi einnig bréfpóst á Fréttablaðið sem barst í morgun en þar er blaðið aftur krafið um afsökunarbeiðni. Í bréfinu ítrekar sendiráðið skoðun sína að um að myndbirting brjóti á almennum hegningarlögum. Í niðurlagi bréfsins segir að sendiráðið búist við því að fá afsökunarbeiðni frá blaðinu fyrir að hafa móðgað þjóðfána Rússlands.

Bréfið sem barst ritstjórn Fréttablaðsins og er stílað á ritstjóra blaðsins
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi