fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Fólk gæti þess að lausamunir geti ekki fallið á það í svefni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 31. júlí 2022 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór skjálfti varð rétt fyrir klukkan sex í kvöld, en staðfest stærð skjálftans er 5,4 og átti hann upptök sín á 3,5 km dýpi 3 km frá Grundavík. Skjálftinn fannst mjög víða á suðvesturhorni landsins. Tilkynningar hafa borist um tjón frá Grindavík en engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki. Fólk er hvatt til að gæta að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og gæta þess sérstaklega að ekkert geti fallið á fólk í svefni.

Í tilkynningu segir:

„Í dag laust fyrir klukkan 18:00 varð jarðskjálfti upp á 5.4, 3 km ANA Grindavíkur á 3.5 km dýpi.  Skjálftinn fannst mjög víða á suðvesturhorni landsins. Tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík en engar tilkynningar um slys á fólki.  Almannavarnir fylgjast vel með framvindunni í samvinnu við lögreglustjórann á Suðurnesjum og Veðurstofu Íslands.

Íbúar eru hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni.  Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar. Rétt er að geta þess að tjón á munum og eignum er tilkynnt á vefsíðu Náttúruhamfaratrygginga Íslands.   Ef slys hafa orðið á fólki er það tilkynnt til 112.

Í gær settu Almannavarnir á óvissustig Almannavarna vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi