fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Zelenskyy segir að 40.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 08:31

Lík rússneskra hermanna sem féllu í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi, eins og hann gerir á hverju kvöldi, og ræddi um mikið mannfall rússneska hersins í stríðinu í Úkraínu.

„Í fjóra mánuði hafa rússnesk yfirvöld ekki veitt rússnesku þjóðinni neinar upplýsingar, ekki einu sinni ritskoðaðar, um mannfallið. Það hefur verið algjör þögn. Ekkert hefur verið birt eða sagt í fjölda viðtala og ávarpa á sviði stjórnmála og hersins,“ sagði hann.

Hann kom því með tölu um mannfallið en rétt er að hafa í huga að þessi tala hefur ekki verið staðfest af óháðum aðilum. „Þessi tala er næstum því 40.000. Það er sá fjöldi sem rússneski herinn hefur misst síðan 24. febrúar. Tugir þúsunda til viðbótar eru særðir og limlestir. Ef rússnesk yfirvöld segja þetta ekki sjálf opinberlega, þá ættu allir þeir sem hafa sambönd í Rússlandi eða áhrif í þarlendu samfélagi að miðla þessum upplýsingum til þeirra sem hægt er,“ sagði forsetinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum