fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Magnús Tumi segir að Askja geti safnað meiri kviku áður en til goss kemur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 09:00

Öskjuvatn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, segir að það sem sé að gerast í Öskju núna sé að kvika sé að safnast fyrir á tveggja kílómetra dýpi og hafi þetta staðið yfir í eitt ár. Hann segir að eldstöðin geti safnað meiri kviku í sig áður en hún fer að brjótast upp á yfirborðið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Í gær funduðu sérfræðingar Veðurstofu Íslands með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fulltrúum almannavarna um þróun mála í Öskju síðustu mánuði. Voru landbreytingar og jarðskjálftagögn rædd.

Óvissustig almannavarna er í gildi við Öskju og er fylgst vel með svæðinu.

Fréttablaðið hefur eftir Magnúsi Tuma að óvíst sé hversu lengi þessi virkni muni vara og hvernig þróunin verði: „Þetta gæti hætt á næstunni og þá gerist ekki meira. Þetta gæti haldið áfram í töluverðan tíma og þá kannski hætt og svo gæti þetta haldið áfram í töluverðan tíma og endað með gosi.“

Hann sagði ekki hægt að fullyrða að til goss komi en þar sem lítil jarðskjálftavirkni fylgi kvikusöfnuninni þá bendi það til að Askja eigi svolítið inni og geti safnað meiri kviku áður en bergið brestur og kvikan leitar upp á yfirborðið.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri