fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fréttir

Magnús Tumi segir að Askja geti safnað meiri kviku áður en til goss kemur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 09:00

Öskjuvatn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, segir að það sem sé að gerast í Öskju núna sé að kvika sé að safnast fyrir á tveggja kílómetra dýpi og hafi þetta staðið yfir í eitt ár. Hann segir að eldstöðin geti safnað meiri kviku í sig áður en hún fer að brjótast upp á yfirborðið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Í gær funduðu sérfræðingar Veðurstofu Íslands með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fulltrúum almannavarna um þróun mála í Öskju síðustu mánuði. Voru landbreytingar og jarðskjálftagögn rædd.

Óvissustig almannavarna er í gildi við Öskju og er fylgst vel með svæðinu.

Fréttablaðið hefur eftir Magnúsi Tuma að óvíst sé hversu lengi þessi virkni muni vara og hvernig þróunin verði: „Þetta gæti hætt á næstunni og þá gerist ekki meira. Þetta gæti haldið áfram í töluverðan tíma og þá kannski hætt og svo gæti þetta haldið áfram í töluverðan tíma og endað með gosi.“

Hann sagði ekki hægt að fullyrða að til goss komi en þar sem lítil jarðskjálftavirkni fylgi kvikusöfnuninni þá bendi það til að Askja eigi svolítið inni og geti safnað meiri kviku áður en bergið brestur og kvikan leitar upp á yfirborðið.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæma netárás og hótanir í garð Fréttablaðsins – „Alvarleg tilraun til að hafa áhrif á sjálfstæða ritstjórn íslensks fjölmiðils“

Fordæma netárás og hótanir í garð Fréttablaðsins – „Alvarleg tilraun til að hafa áhrif á sjálfstæða ritstjórn íslensks fjölmiðils“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Þriðja bílaapótekið
Fréttir
Í gær

Sölvi Tryggvason á fulla ferð að nýju – Birtir fjögur ný hlaðvarpsviðtöl á heimasíðu sinni

Sölvi Tryggvason á fulla ferð að nýju – Birtir fjögur ný hlaðvarpsviðtöl á heimasíðu sinni
Fréttir
Í gær

Lést eftir umferðarslys í miðbæ Akureyrar

Lést eftir umferðarslys í miðbæ Akureyrar
Fréttir
Í gær

Gunnar vonsvikinn eftir fund um mál kennarans sem smánaði hann – „Þær sögðu að þetta væri ekki einelti heldur mistök“

Gunnar vonsvikinn eftir fund um mál kennarans sem smánaði hann – „Þær sögðu að þetta væri ekki einelti heldur mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna segir að Gabríel sé með sig á heilanum – „Aumkunarverður maður það skásta sem ég get sagt“

Sólveig Anna segir að Gabríel sé með sig á heilanum – „Aumkunarverður maður það skásta sem ég get sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosstöðvarnar verða opnar í dag

Gosstöðvarnar verða opnar í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrabörnin áttu sviðið á Ólympíuskákmótinu – Heimsmeistarinn Magnus Carlsen gat ekki bjargað Norðmönnum frá ótrúlegum hörmungum

Undrabörnin áttu sviðið á Ólympíuskákmótinu – Heimsmeistarinn Magnus Carlsen gat ekki bjargað Norðmönnum frá ótrúlegum hörmungum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Eiríkur Guðmundsson fallinn frá

Útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Eiríkur Guðmundsson fallinn frá