fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. júlí 2022 18:45

Bogi Nils Bogason. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag gerði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sér lítið fyrir og skrifaði færslu í tæplega 8.000 manna Facebook-hóp sem ber heitið „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun.“

Þjónusta Icelandair í innanlandsflugi hefur verið gagnrýnd undanfarið vegna raskana á flugáætlun og hárrar verðlagningar. Í ávarpi sínu til meðlima hópsins gerir Bogi grein fyrir því hvað hefur valdið þessum misbresti og lýsir yfir vilja til að gera betur. Pistill hans er eftirfarandi:

„Sæl öll

Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu.

Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri.

Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair“

Líflegar umræður eru undir færslunni og þar lofa sumir Boga fyrir að birta pistil á þessu vettvangi. Er hann jafnframt hvattur til að stuðla að betri upplýsingagjöf frá Icelandair. Kona ein skrifar:

„Eins og fram hefur komið, kæri Bogi, þá erum við ekki að argast yfir veðrinu. Það er partur af því að búa út á landi.

En hins vegar erum við mörg búin að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna þessara sífella breytinga og tafir á flugáætlun.

Við stólum á að ykkar flugplan sé á áætlun, rétt eins og þitt flugfélag stólar á að við mætum í innritun á réttum tíma.“

Önnur kona leggur til að Icelandair stofni sérdeild eingöngu fyrir innanlandsflug en þjónustan í gegnum innanlandsflugið hafi verið óboðleg. Bogi er einnig spurður hvort það sé í skoðun hjá Icelandair að fá fleiri stórar vélar til að sinna innanlandsfluginu þar sem eftirspurnin sé farin að aukast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí