fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

„Af hverju sagði enginn mér þetta þegar ég var 11 ára í staðinn fyrir að spyrja mig hversu oft faðir minn hefði riðið mér?“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 05:49

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi og leyfði öðrum karlmönnum að gera hið sama við hana gegn greiðslu. Allt lífið hefur hún séð og heyrt aðra segja sögu hennar en nú er komið að henni sjálfri að segja hana.

Hún heitir Zandra Berthelsen og býr í Danmörku. Þar hefur hún lengi verið þekkt sem Tønder-stúlkan en hún var ein af aðalpersónunum í einu umtalaðasta barnaníðsmáli sögunnar þar í landi.

Faðir hennar misnotaði hana og systur hennar kynferðislega frá barnsaldri og seldi öðrum mönnum aðgang að þeim. Barnaverndaryfirvöld brugðust systrunum og aðhöfðust ekkert árum saman þrátt fyrir tilkynningar um að eitthvað mikið væri að á heimili þeirra.

Zandra er orðin 28 ára og á sér þann draum að einhver elski hana skilyrðislaus. Hana dreymir að borða kvöldmat með viðkomandi klukkan 18 á hverju kvöldi og að stærsta umkvörtunarefni hennar verði stöðumælasekt, að geta lokið stúdentsprófi og að geta farið í partí og skemmt sér. Hana dreymir um að gera „venjulega“ hluti. Lifa „eðlilegu“ lífi.

Þetta kemur fram í viðtali við hana á vef Femina.dk í tilefni af útgáfu bókar hennar „Jeg er her jo“ þar sem hún segir sögu sína í fyrsta sinn.

Zandra segir að hluti af þeirri kúgun sem hún hafi verið beitt á barnsaldri hafi komið frá kerfinu, henni hafi verið bannað að segja nokkuð. Það hafi ekki bara verið níðingarnir sem höfðu vald yfir henni með því að banna henni að segja nokkuð.

Hún segir að fólk líti alltaf á hana sem fórnarlamb, geri hana að málinu. Fólk gangi út frá því að það viti hver hún er, Tønder-stelpan, vegna málsins. Hún hafi aldrei verið spurð: „Hver er Zandra?“.

Ofbeldið hófst þegar hún var þriggja ára

Í bókinni kemur fram að hún var þriggja ára þegar faðir hennar bað hana í fyrsta sinn um að snerta lim hans. Hún var fimm ára þegar hann nauðgaði henni í fyrsta sinn eftir að hann hafði hellt hana fulla.

Fram kemur að hann hafi stungið tveggja lítra gosflösku upp í leggöng hennar, að hann hafi stungið pylsu upp í endaþarm hennar og neytt hana og systur hennar til að borða pylsuna. Að hann hafi neytt hana til að ganga nakta um og látið hana sitja vakandi við sófann þegar hann svaf, eins og hund á verði.

Ofbeldinu linnti ekki fyrr en hún var orðin 11 ára en þá voru þær systurnar teknar af foreldrum sínum.

Síðar voru faðir hennar og 14 karlar sakfelldir fyrir að hafa misnotað þær systur.

Líf Zandra hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hún hefur búið á upptökuheimili, hjá fósturfjölskyldu, dvalið á geðdeild, verið djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu og verið heimilislaus. Hún hefur margoft reynt að svipta sig lífi og veit ekki enn hvort hana langi til að lifa áfram.

Hún segir að þegar málið fór af stað hafi hún upplifað að enginn hafi sinnti henni eða spáð í hvernig henni liði eða hvað ætti að verða um hana. Hvernig hún ætti að verða manneskja eftir allt það sem hún gekk í gegnum á þeim árum sem áttu að vera æska hennar. Þess í stað hafi allir verið uppteknir af að fá föður hennar og hina ofbeldismennina dæmda.

„Það er aðeins eitt ár síðan nýr sálfræðingur sagði mér að þetta væri ekki mín sök. Af hverju sagði enginn mér þetta þegar ég var 11 ára í staðinn fyrir að spyrja mig hversu oft faðir minn hefði riðið mér?“

Faðir hennar lést fyrir tveimur árum og hún hefur ekkert samband við móður sína og systur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð