fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Telur að íbúðir hljóti að lækka í raunverði á næstu árum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. júní 2022 09:00

Konráð S. Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis, segir  líklegt að fasteignaverð muni lækka á næstu misserum. Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins í Fréttablaði dagsins.

„Ég held að það hljóti að koma einhver raunverðslækkun miðað við þær miklu breytingar sem hafa orðið, þótt hún verði ekki endilega mikil,“ er haft eftir Konráð. Tekur hann fram að erfitt sé að segja til um hvort nafnverðslækkanir muni eiga sér stað.

Á mannamáli þýðir það íbúð sem var að seljast á 50 milljónir mun kannski ekki lækka niður í 48 milljónir (sem væri nafnverðslækkun) heldur hækka hægar en verðbólga (sem væri þá raunverðslækkun þó fasteignin héldi áfram að hækka lítilega í verði).

„Eðli fasteignamarkaðarins er þannig að ef það er mikill þrýstingur á að nafnverð lækki þá hefur tilhneigingin verið sú að það birtist í minni veltu og það sé erfiðara að selja heldur en í nafnverðslækkun,“ segir Konráð ennfremur.

Bergþóra Baldursdóttir

Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningu Íslandsbanka, er á öðru máli en hún telur ósennilegast að framundan séu lækkanir á fasteignamarkaði, hvorki að raunvirði né nafnivirði. Segir hún líklegra að fasteignamarkaðurinn muni róast en síðan halda áfram að hækka í takti við annað verðlag.

Nánar er fjallað um málið í Markaði Fréttablaðsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi