fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Flugsslysið í Þingvallavatni – Voru að taka myndir rétt áður en vélin hafnaði í vatninu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. júní 2022 17:00

Myndir úr skýrslunni. Mynd t.v. var tekin úr vélinni rétt fyrir slysið og myndin t.h. sýnir skjáskot úr öryggismyndavél við Þingvallavatn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Komin er út bráðabirgðaskýrsla um flugslysið sem átti sér stað í Þingvallavatni í febrúar, en þá hafnaði lítil vél í vatninu og fjórir létu lífið.

Rannsókn á slysinu er ekki lokið og er skýrslan gefin út af rannsóknarnefnd samgönguslysa til bráðabirgða.

Þar kemur fram að flugvélin TFABB hafi tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10:38 þann 3. febrúar með flugmann og þrjá farþega innanborðs. Áætlað flug var 2 klukkustundir.

Í skýrslunni er fjallað um myndir og myndskeið sem voru tekin um borð í vélinni áður en hún hafnaði í Þingvallavatni. Meðal annars eru birtar myndir sem voru teknar klukkan 11:48 úr vélinni og vísað til þess að í myndskeiðum sem tekin voru um borð um það leyti sem vélin var að koma að Ölfusvatnsvík virðist svo að vera að afl hafi verið á hreyflinum. Á einu myndskeiðinu heyrist þegar afl minnkar á hreyflinum og flugvélin lækkar í kjölfarið að vatnsyfirborðinu.

Þar sést einnig að ís var að myndast í Ölfusvatnsvík, og virðist hann hafa verið mjög þunnur.

Eins er vísað í myndefni úr öryggismyndavél við Þingvallavatn en þar sést vélin lækka flugið í átt að vatninu. Því næst beygja til vinstri og lækka flugið enn frekar að vatninu. Vélin virðist svo fljúga í mjög lítilli hæð yfir vatninu í um 7 sekúndur áður en hún hafnar í því.

Í skýrslunni kemur einnig fram að neyðarlínu hafi borist nokkra sekúndna símtal klukkan 11:51. Ekki voru greinanleg samskipti í símtalinu en heyra mátti í einhverjum í neyð. Rakning á símtalinu hafi leitt í ljós að það barst úr sína eins farþegans.

Engi merki bárust frá neyðarsendi vélarinnar við flugslysið. Því var ekki farið að óttast um afdrif vélarinnar fyrr en rétt fyrir klukkan 13:00 er hún hafði ekki skilað sér til baka til Reykjavíkur á tilætluðum tíma. Klukkan 13:32 hafi flugslysaviðbúnaður verið virkjaður.

Fljótt hafi leitin beinst að svæðinu sunnan Þingvallavatns. Þar höfðu síðustu punktar frá kögunarkerfi ISAVIA sýnt vélina og í kjölfarið hafi fleiri vísbendingar fundist svo sem staðsetning á síma eins farþegans ásamt brák á yfirborði vatnsins.

Það var þó ekki fyrr en 4. febrúar um 22:10 að vélin fannst á 47 metra dýpi í vatninu og ekki fyrr en 6. febrúar að fjögur lík fundust á botni vatnsins á bilinu 56-130 metrum suður af vélinni.

Í skýrslunni kemur fram að farþegar hafi að líkindum ekki verið í sætisbeltum þegar slysið átti sér stað og flugmaður og farþegi í framsæti hafi ekki notað axlaólar sætisbelta. Pakkningar utan um björgunarvesti voru óopnaðar.

Ekki er því slegið á föstu í skýrslunni hvað olli slysinu en í framhaldi rannsóknar verður tekið meðal annars tekið til skoðunar hvers vegna engin merki bárust frá neyðarsendinum og frekari gögn úr tækjabúnaði verða greind.

Bráðabirgðaskýrslan í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi