fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Lést 2018 en settur í ferðabann af rússneskum stjórnvöldum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 08:00

John McCain. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk stjórnvöld hafa gripið til ýmissa mótaðgerða vegna þeirra refsiaðgerða sem Vesturlönd hafa beitt Rússa í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Meðal annars er að banna ákveðnum einstaklingum að koma til landsins. Miðað við nýjasta bannlista Rússa þá er ljóst að enginn á að sleppa við ferðabannið því meðal nafna á listanum er nafn John McCain, fyrrum öldungadeildarþingmanns í Bandaríkjunum, en hann lést 2018.

Samkvæmt nýja listanum þá er McCain óheimilt að koma nokkru sinni til Rússlands. En hann er ekki sá eini, sem er farinn yfir móðuna miklu, sem er á listanum því þar er einnig að finna nöfn Harry M. Reid, fyrrum öldungadeildarþingmanns, sem lést í desember 2021 og Orrin G. Hatch, fyrrum öldungadeildarþingmanns, sem lést í apríl á þessu ári.

The Washington Post skýrir frá þessu. Fram kemur að rússneska utanríkisráðuneytið hafi birt listann á laugardaginn. Á honum eru nöfn tæplega 1.000 Bandaríkjamanna sem Rússar beita nú refsiaðgerðum.

Í mars voru Joe Biden, forseti, og Kamala Harris, varaforseti, sett á bannlista Rússa og mega ekki koma til Rússlands og það sama gildir um aðra í ríkisstjórn Biden.

Á nýja listanum eru ekki bara nöfn stjórnmálamanna því þar eru til dæmis leikararnir Morgan Freeman og Rob Reiner. Einnig eru nöfn margra blaðamanna, dómara og yfirmanna tæknifyrirtækja á listanum.

En það vekur athygli að nafn Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, er ekki að finna á listum Rússa. Samband hans og Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, var mun betra en samband Pútíns og Biden en Biden hefur ekki vandað Pútín kveðjurnar.

Nafn Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, er heldur ekki á listum Rússa.

John McCain verður væntanlega ekki fyrir miklum áhrifum af refsiaðgerðunum en hann var einnig beittur refsiaðgerðum af Rússum 2014 og þá sagði hann það vera heiður: „Ég gæti ekki verið stoltari,“ sagði hann í yfirlýsingu þá að sögn Politico.

Á Twitter skrifaði hann: „Þetta þýðir væntanlega að vorfríinu mínu í Síberíu er aflýst, að ég hef tapað hlutabréfum mínum í Gazprom, og að búið er að frysta leynilega bankareikninginn minn í Moskvu,“ skrifaði hann háðslega á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi