fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 18:00

Duda og Zelensky ræddu við fréttamenn í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrzej Duda, forseti Póllands, og Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sömdu í gær um að ríkin komi sér upp sameiginlegri landamæragæslu og stefni á stofnun járnbrautarlestarfyrirtækis sem á að bæta möguleika Úkraínumanna á að flytja vörur til ESB.

Duda heimsótti Zelenskyy í Kyiv í gær. Zelenskyy sagði að samningurinn væri „bylting“ og muni hraða ferlinu við landamæri ríkjanna mikið.

Duda sagði að landamæri ríkjanna eigi ekki að skilja ríkin að heldur sameina.

Milljónir Úkraínubúa hafa flúið land í kjölfar innrásar Rússa í landið. Flestir hafa haldið til ríkja Evrópusambandsins með því að fara yfir landamærin til Póllands, Rúmeníu, Slóvakíu og Ungverjalands.

Rúmlega þrjár milljónir Úkraínumanna hafa fengið dvalarleyfi í Póllandi sem og atvinnuleyfi og rétt til félagslegrar aðstoðar.

Zelenskyy sagðist telja samninginn mikilvægt skref í tengslum við umsókn Úkraínu um aðild að ESB. „Þetta er líka upphafið að aðlögun okkar að sameiginlegu tollasvæði ESB,“ sagði hann.

Framkvæmdastjórn ESB skilar í næsta mánuði mati sínu á umsókn Úkraínu um aðild að sambandinu.

En Úkraínumenn og Pólverjar sömdu ekki aðeins um sameiginlega landamæragæslu því þeir ræddu einnig stofnun sameiginlegs járnbrautarlestarfyrirtækis sem á að auka getu Úkraínumanna til að flytja vörur sínar til ríkja Evrópusambandsins.

Stríðið í Úkraínu hefur haft þau áhrif að 25 milljónir tonna af korni, sem átti að flytja úr landi, eru í vörugeymslum í landinu því ekki er hægt að koma því úr landi vegna skemmda á innviðum. Venjulega flytja Úkraínumenn framleiðslu sína sjóleiðis en eftir innrás Rússa hafa þeir neyðst til að flytja framleiðsluna með lestum eða í gegnum litlar hafnir við ána Donau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst