fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fréttir

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 07:00

Pútín við brúna á mánudaginn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn ók Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sigurreifur yfir brúna, sem tengir Krím við rússneska meginlandið. Hann sat sjálfur undir stýri á Mecedes Benz bifreiðinni sinni í ökuferð sem átti að sýna mátt Rússa eftir að þeir luku lagfæringum á brúnni sem skemmdist mikið í sprengingu í haust. En ferðin varð ekki sú stóra sigurför sem Pútín ætlaði. Hann var niðurlægður af litlum drónum þennan sama dag.

Úkraínumenn réðust á tvo herflugvelli langt inni í Rússlandi á mánudaginn með drónum. Nokkrir létust og töluvert tjón varð. Þetta var í þriðja sinn sem Úkraínumenn gerðu árásir á Rússa sem sýna umheiminum vel veikleika þeirra. Þær fyrri voru þegar beitiskipinu Moskvu var sökkt í Svartahafi í apríl og svo árásin á brúna á milli Krím og rússneska meginlandsins í haust.

Árásirnar á mánudaginn skyggðu algjörlega á „sigurferð“ Pútíns yfir brúna. Enn einu sinni var hann niðurlægður á heimavelli.

Úkraínumenn gerðu árásir á herflugvelli sem eru notaðir sem bækistöðvar fyrir langdrægar sprengiflugvélar sem geta borið kjarnorkuvopn

Vélarnar stóðu hlið við hlið á flugvöllunum undir opnum himni. Líklega töldu Rússar að þær væru algjörlega öruggar svona langt frá Úkraínu.

Rússneskir herbloggarar, sem fylgjast vel með gangi stríðsins, eru æfir vegna árásanna og segja þær vera niðurlægingu fyrir Rússland. Að litlir drónar hafi valdið tjóni á flugvélum sem geta borið kjarnorkuvopn sé hneyksli.

Aðrir benda á að árásirnar sýni hversu lélegar loftvarnir Rússa eru og spyrja af hverju drónarnir hafi ekki verið skotnir niður.

Enn aðrir saka NATO um að hafa staðið að baki árásunum og segja tíma til kominn að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu.

Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði að Úkraínumenn hafi reynt að ráðast á herflugvellina með sovéskum drónum en þeir hafi verið skotnir niður en brak úr þeim hafi hrapað niður á flugvellina og sprungið.

Vestrænir sérfræðingar skutu þessar útskýringar í kaf og þess utan sýna myndbandsupptökur að árásirnar heppnuðust.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að ráðamenn í Kreml muni væntanlega meta árásirnar sem einn stærsta ósigur rússneska hersins í stríðinu hvað varðar að vernda eigin her.

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu

Flest bendir til að Úkraínumenn hafi smíðað nýja tegund dróna eða betrumbætt eldri dróna og eigi því nú dróna sem geti gert árásir á skotmörk langt inni í Rússlandi. Meira að segja Moskva gæti orðið fyrir barðinu á þeim.

Tjónið í árásunum á flugvellina var í sjálfu sér ekki mikið en þær sá ótta meðal Rússa og fólk veltir fyrir sér hvort Úkraínumenn muni gera árásir á Moskvu.

New York Times sagði á mánudaginn að árásirnar séu merki um nýjan vilja ráðamanna í Kyiv til að ráðast á „hjarta Rússlands“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Í gær

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna