fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Eiturmyndandi jarðvegsbaktería drap sex hross á Suðurlandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. desember 2022 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarleg hópsýking af völdum óþekkts sjúkdóms kom upp í hrossastóði á Suðurlandi í nóvemberlok. Alls voru þrjátíu hross í stóðinu en þrettán þeirra veiktust og af þeim drápust sex hross. Síðan skýkingin kom upp hafa  Matvælastofnun og Tilraunastöð HÍ að Keldum hafa unnið að því að greina orsakir hópsýkingarinnar.

Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar kemur fram að allt bendi til þess að sýkingin sé af völdum eiturmyndandi jarðvegsbakteríu, Clostridium spp., en rannsóknir standa enn yfir.

Bakterían komst í gegnum húðina þegar hrossin voru bólusett

Hrossin voru haldin í tveimur aðskildum hópum þar til þau voru rekin saman og sprautuð með ormalyfi 21. nóvember, en aðeins hrossin sem höfðu verið í öðru hólfinu veiktust. Bakterían virðist hafa magnast upp í því hólfi. Þessi tegund baktería myndar dvalargró og má ætla að þau hafi verið í umtalsverðu magni á feldi hrossanna og komist í gegnum húð þegar hrossin voru sprautuð með ormalyfinu.

Undir húðinni eru loftfirrðar aðstæður og þar vakna gróin til lífsins og bakterían tekur að fjölga sér og mynda eiturefni. Eitrið getur valdið bráðadauða en einnig háum hita og umfangsmiklum bólgum undir húð sem að lokum geta leitt til dauða. Mjög erfitt er að meðhöndla þessa tegund sýkinga og stöðva eitrunaráhrifin.

Ekki vitað til þess að slík sýking hafi komið áður upp hérlendis

Ekki er vitað til þess að sambærileg hópsýking hafi komið upp hér á landi áður en ekki er þó talið að um nýtt smitefni sé að ræða í landinu. Almennt þekkjast Clostridiur af því að valda einstaklingstilfellum hér á landi svo sem Clostridium tetani sem veldur stífkrampa. Þó eru þekktar alvarlegar hópsýkingar af völdum Clostridium botulinum sem veldur hræeitrun (fóðureitrun).

Í nágrannalöndum okkar eru hross gjarnan bólusett gegn þessum tveimur síðastnefndu sýkingum. Sömuleiðis er víðast varað við ormalyfjasprautum eins og tíðkast hafa hér á landi í áratugi, einmitt út af hættu á að draga inn sýkingar. Þar sem ormalyfið er ertandi skapast aðstæður fyrir Clostridium sýkingar að ná sér á strik í kjölfar lyfjagjafarinnar.

Bakterían hluti af umhverfi okkar

Ekki er um eiginlegan smitsjúkdóm að ræða þar sem Clostridium bakteríur eru hluti af umhverfi okkar, en þó í mjög lágum styrk. Gróin finnast bæði í meltingarvegi og á húð en eru alla jafna hættulaus þar sem súrefni er til staðar og þær komast ekki í gegnum órofna húð eða slímhúð. Skíturinn úr hrossunum sem veiktust er ekki talinn mengaður og bakterían hefur ekki ræktast þar, enda ekki um meltingafærasýkingu að ræða. Stungulyf við ormasýkingum eru ekki skráð til notkunar í hross en meðhöndlun með slíkum lyfjum hefur sem fyrr segir tíðkast hér á landi í áratugi án alvarlegra aukaverkana.

Ekki er vitað hvernig á því stendur að umrætt hólf mengaðist umfram hólfið þar við hliðina eða hvort hætta sé á slíkri mengun víðar á landinu. Hólfið var fremur blautt með tjörnum og pollum eins og víða háttar til nú í kjölfar bleytutíðar, en rúmgott og hreint að sjá. Tekið skal fram að hrossin voru í góðu ástandi og umhirða þeirra til fyrirmyndar. Mögulega hefur veðurfarið einhver áhrif en sem fyrr segir á bakterían sinn griðastað í jarðvegi og vatni.

Matvælastofnun telur hættu á að sambærilegar hópsýkingar geti komið upp víðar og varar við því að hross séu sprautuð með ormalyfi undir húð. Hestamönnum er ráðlagt að nýta ormalyf sem gefin eru í munn í samráði við sinn dýralækni, sem metur þörf á meðhöndlun hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi