fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Fréttir

„Verð að hrósa glæpamönnum fyrir það að þeir eru mjög lausnamiðaðir“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. desember 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan telur að peningaþvætti þrífist hér á landi í skjóli byggingariðnaðarins og veitingareksturs. Þetta kom fram í viðtali við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón, í hlaðvarpinu Hvítþvotti þar sem fjallað er um peningaþvætti.

Byggingariðnaðurinn og veitingarekstur vettvangur peningaþvættis

Grímur útskýrir að peningaþvætti felist í því að fólk er með illa fengið fé, oft reiðufé, sem þarf að koma í umferð. En með þeim hætti er óhreint fé gert að hreinu fé og ávinningur af lögbrotum falinn.

„Í sinni einföldustu mynd þá fer peningaþvætti þannig fram að fólk er með reiðufé sem að þarf að koma í umferð. Þannig að ef ég held á reiðufé og get nýtt það í að kaupa eitthvað sem nýtist mér þá er ég búinn að þvætta féð. En síðan er þetta líka náttúrulega í gegnum félög, lögaðila. Ef maður horfir til Evrópu þá er til dæmis skýrsla Europol um þetta þá er talað um svona ákveðna geira í atvinnulífinu. Það er talað um byggingariðnaðinn, það er talað um veitingarekstur og talað um að þetta sé á mörgum öðrum sviðum.“

Grímur segir að hann sé alls ekki að segja að byggingariðnaðurinn eða veitingageirinn séu óheiðarlegar starfsgreinar heldur séu þessar atvinnugreinar gjarnan nýttar til að þvætta fé og telur Grímur að þessar tvær greinar séu helst nýttar hér á landi þó að vissulega geti það verið fleiri.

Sorglegt sé að horfa til þess hversu lítið magn þvættuðu fé lögreglu tekst að handleggja en Grímur segir að hér á landi skorti lögreglu heimildir til þess að geta rannsakað peningaþvætti sem sjálfstæð brot, það er að segja án þess að þau séu rannsökuð í samhengi við þau mál þar sem ólögmæts ávinnings var aflað.

Eins sé talið að aðilar leggi það fyrir sig að þvætta fé fyrir aðra, séu eins konar atvinnuþvottamenn fyrir ólöglegan ávinning.

Tekjulausir menn sem lifa hátt

Glæpamenn séu virkilega lausnamiðaðir þegar kemur að því að finna leiðir til að þvætta fé eða koma því inn eða út úr landi.

„Verð að hrósa glæpamönnum fyrir það að þeir eru mjög lausnamiðaðir“

Grímur segir með merki um peningaþvætti geti meðal annars verið það þegar aðilar lifa mjög hátt án þess að virðast hafa nokkrar hefðbundnar tekjur. Þessu fólki hafi engu að siður tekist að komast yfir dýr húsnæði og dýra lúxusmuni án þess að hafa samkvæmt opinberum gögnum verið með nokkuð í tekjur.

Brotastarfsemi í skjóli spillingar

Heimurinn í dag sé breyttur heimur frá því sem áður var og telur Grímur að glæpastarfsemi sé orðin mun skipulagðari. Grímur segir að eitt grundvallaratriði við skipulagða brotastarfsemi sé spilling, en ekki spilling í þrengi skilningi hugtaksins heldur í rýmri. Vísar hann til skýrslu sem kom út á síðasta ári frá Europol um áhættumat vegna skipulagðrar brotastarfsemi, eða SOCTA.

„Þar leggur Europol mjög mikla áherslu á það að spilling sé í raun grundvallaratriði þegar verið er að horfa á skipulagða brotastarfsemi. – hún þrífist í spillingu. og ég held að hugtakið spilling þurfi að hugsa mjög vítt þegar við erum þarna að horfa á þetta i tengslum við skipulagða brotastarfsemi, spilling er ekki endilega bara peningar, undir borðið til einhvers embættismanns sem er óheiðarlegur, heldur er þetta alls konar, einhver þrýstingur og eftir atvikum greiði sem er gerður. Á öllum stigum. Ef við tökum í algjöru dæmaskyni: Starfsmaður skipafélags sem notar sína aðstöðu til að hægt sé að fremja eitthvað brot innan starfseminnar, ekki í starfseminni sjálfri heldur í skjóli starfseminnar. Það er auðvitað spilling í sjálfu sér.“

Lögreglan þurfi eins að vera meðvituð um að fólk muni leita til lögregluþjóna eftir upplýsingagjöf.

„Þetta er auðvitað þannig að við þurfum öllum stundum, bara varðandi okkar eigin rann sem lögreglan, að hafa það í huga að það er verið að leita til lögreglumanna um upplýsingagjöf. Við þurfum bara að gera ráð fyrir því.“

Grímur myndi helst vilja sjá styrkingu á löggjöfinni í tengslum við heimildir til að rannsaka peningaþvætti sem sjálfstæð brot. Hann er hóflega bjartsýnn á að betur takist í þessum málaflokk á næstu árum. Aðspurður hvort í því felist að hægt væri að rannsaka tekjulausa menn í 250 fermetra einbýlishúsum, sagði Grímur já.

Grímur var líka spurður út í Hryðjuverkamálið svokallaða, þar sem ungir íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. Var Grímur spurður hvort að lögregla hafi farið offari í því máli og úlfaldi gerður úr mýflugu.

Grímur sagðist ekkert geta tjáð sig um málið umfram það sem áður hefur komið fram og lögregla hafi áður svarað þessari spurningu – þarna sé enginn úlfaldi gerður úr nokkurri mýflugu.

Hér má hlusta á allan þáttinn 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frétta­vaktin: Fúk­yrði, raf­­­byssur og greddu­­menn á hvíta tjaldinu

Frétta­vaktin: Fúk­yrði, raf­­­byssur og greddu­­menn á hvíta tjaldinu
FréttirNeytendur
Fyrir 2 dögum

Óttar í ELKO segir fjölda verslana blekkja neytendur með þessum hætti

Óttar í ELKO segir fjölda verslana blekkja neytendur með þessum hætti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Með einnar milljónar króna kröfu á bakinu fyrir að hafa áreitt starfskonu á veitingastað

Með einnar milljónar króna kröfu á bakinu fyrir að hafa áreitt starfskonu á veitingastað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kolbrún komin heim

Kolbrún komin heim
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skordýramartröð hjá húskaupendum í Grindavík – Krökkt af maurum bak við skápa og skúffur

Skordýramartröð hjá húskaupendum í Grindavík – Krökkt af maurum bak við skápa og skúffur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrotahrinu yfirvofandi í veitingahúsageiranum

Segir gjaldþrotahrinu yfirvofandi í veitingahúsageiranum