fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Mætti óvelkominn í íbúð fólks og sofnaði þar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 09:22

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt samkvæmt dagbók hennar sem send var á fjölmiðla í morgun.

Klukkan 19:10 í gær var tilkynnt um mann sem var kominn inn í íbúð þrátt fyrir að vera þar óvelkominn. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn sofandi í íbúðinni og búinn að valda tjóni í henni. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en þar neitaði hann að segja til nafns, hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Klukkan rúmlega 1 í nótt var lögreglunni svo tilkynnt um ofurölvi einstakling sem neitaði að yfirgefa veitingastað. Þegar lögreglu bar að garði var einstaklingnum vísað á dyr en hann lét sér ekki segjast og neyddist lögregla því til að færa aðilann út og flytja hann á lögreglustöð. Þar héldu vandræðin áfram því einstaklingurinn neitaði líka að yfirgefa lögreglustöðina og fara heim til sín, þrátt fyrir að vera laus úr haldi lögreglu.

„Mat lögreglu að ekki væri hægt að skilja viðkomandi eftir úti í þessu ástandi og endaði málið með því að aðilinn var vistaður í fangageymslu þangað til hann gæti sýslað með einkahagi sína.“

Þetta var ekki eini ofurölvi einstaklingurinn sem lögregla þurfti að aðstoða í nótt því um klukkan 3 í nótt var tilkynnt um slíkan sem var sofandi í garði. Þegar lögregla mætti á svæðið reyndi hún að fá upplýsingar um hver hann væri eða hvar hann ætti heima. Eftir ítrekaðar árangurslausar tilraunir var aðilanum ekið á lögreglustöð þar sem hann fær að sofa úr sér þar til hægt er að aka honum heim til sín.

Klukkan rúmlega 4 var haft samband við lögregluna vegna líkamsárásar í miðbænum. Þolandi er með áverka í andliti eftir árásina og er málið í rannsókn.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, annar þeirra var einnig grunaður um vörslu fíkniefna en hinn var ekki með ökuréttindi. Einn ökumaður var svo stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og var sá laus eftir hefðbundið ferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi