fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Myndband af árásinni á Bankastræti Club vekur óhug

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum Bankastræti Club ganga nú manna á milli í netheimum. Umræddar upptökur sýna árásina sem þar átti sér stað á fimmtudagskvöld.

Á annarri upptökunni sést hópur manna ráðast niður á neðri hæð skemmtistaðarins og á þeirri seinni má sjá hópinn ráðast inn í herbergi þar sem þolendur árásarinnar var að finna.

Fjöldi manns situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins,  tólf nú þegar og er búist við að tveir til viðbótar bætist í þann hóp. Tæplega þrjátíu aðilar hafa verið handteknir vegna málsins og er nokkurra til viðbótar leitað.

Ógnvekjandi skilaboð hafa einnig gengið milli fólks í dag þar sem varað er við hefndarárás í miðbænum næstu helgi og er því haldið fram að fjölmennt lið muni mæta vopnað í bæinn til að ná fram hefndum á þeim sem báru ábyrgð á árásinni og jafnvel á saklausum borgurum. Lögregla veit ekki með sannleiksgildi þessara áforma en hefur þó boðað stóraukið eftirlit í miðbænum um helgina.

Eins hefur verið greint frá því að málsaðilum sem og fjölskyldum þeirra hafi verið hótað og jafnvel ráðist að heimili fólks með bensínsprengum. Mikill uggur er í fólki vegna málsins.

Við vörum við efni myndbandanna hér að neðan þar sem um alvarlega árás var að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi