fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Fréttir

Svona mun stríðið þróast að mati sérfræðinga

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 07:00

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir sérfræðingar telja að ekki sé útlit fyrir að stríðið í Úkraínu verði rólegt næstu mánuðina þrátt fyrir að vetrarhörkur séu að skella á landinu. Með frelsun Kherson úr höndum Rússa auk fleiri landsvæða vestan við Dnipro hefur landakortið, yfir vígvellina í Úkraínu, gjörbreyst.

Reikna má með að brotthvarf Rússa frá Kherson, sem er í suðurhluta Úkraínu, muni vera einn þeirra lykilþátta sem móta gang stríðsins næstu mánuði. En hvernig það gerist og hvað er í vændum eru deildar meiningar um.

Mark Hertling, sem er fyrrum hershöfðingi í bandaríska hernum og núverandi sérfræðingur í greiningum á gangi stríðsins, segir í greiningu, sem hann birti á Twitter, að hann efist um að veturinn muni draga úr bardögum. Hann bendir á að við séum ekki á nítjándu öldinni en getur þess um leið að aðgerðir stríðsaðila verði hægari en áður vegna þess hversu stutt dagsbirtu nýtur við, vandræða með hergögn vegna kuldans, frostsins og minni aga meðal hermanna.

Hann telur að Úkraína standi betur að vígi en Rússar hvað varðar aga á meðal hermanna í ljósi margra frétta af mjög lélegum aga meðal Rússa og lélegrar þjálfunar.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) spáir hörðum bardögum í vetur og að það skipti öllu fyrir Úkraínu að her landsins gangi vel í vetur. Segir hugveitan að það að Rússum hafi tekist að flytja hersveitir sínar frá Kherson og austur yfir Dnipro á nokkuð friðsaman hátt hafi gert að verkum að stríðsaðilar hafi sloppið við blóðugt stríð um Kherson-borg með tilheyrandi eyðileggingu. Þetta munu þó væntanlega verða til þess að blóðbaðið verði annars staðar.

ISW og breska varnarmálaráðuneytið hafa í greiningum sínum sagt að líklegt sé að Rússar muni herða aðgerðir sínar í Donetsk þar sem þeir eru nú þegar með frumkvæðið. Á móti muni Úkraínumenn líklega styrkja hersveitir sínar norðar í Luhansk, þar sem þeir hafa frumkvæðið.

ISW segir að vopnahlé eða friðarviðræður sé ekki sterkur leikur fyrir Úkraínumenn eins og staðan er núna. Þeir þurfi að endurheimta tugi þúsunda ferkílómetra lands til viðbótar til að geta komið sér upp öflugum vörnum gegn hugsanlega nýrri innrás Rússa og til að reisa efnahagslíf landsins úr rústum. Segir hugveitan að nú sé ekki rétti tíminn til að draga úr aðstoð við Úkraínu eða þrýsta á um vopnahlé eða friðarsamninga. Þvert á móti eigi að aðstoða Úkraínu við að nýta sér þann meðbyr sem her landsins hefur núna.

Mike Martin, hernaðarsérfræðingur við Kings College í Lundúnum, spáir því að Úkraínumenn sæki fram í átt að Asóvshafi. Hann bendir á að nú hafi Úkraína haft frumkvæðið í stríðinu um langa hríð og þess vegna sé líklegt að svo verði áfram. Í færslu á Twitter segir hann að hann telji að Úkraína muni byrja með lítilli sókn nærri Kherson-borg, muni hún fyrst beinast að Kinburn-skaga. Hann telur að þetta verði hugsanlega blekkingaraðgerð til að beina sjónunum frá alvöru sókn að Maríupol. Hún muni hefjast með miklum árásum á birgðalínur Rússar. Ef Úkraínumönnum takist að sækja fram að hafinu muni lokahnykkurinn hjá þeim verða ný árás á brúna sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna