fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Segir að drónar í Norðursjó geti verið fyrsta skrefið í árás

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. október 2022 08:00

Olíuborpallur í Norðursjó. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drónaflug nærri borpöllum í Norðursjó, fjögur rússnesk skip við Ålbæk Bugt og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Allt getur þetta tengst að mati sérfræðinga.

Eins og fram hefur komið í fréttum þá voru sprengjur sprengdar við Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar í Eystrasalti nýlega og eru þær ónothæfar. Á síðustu vikum hefur orðið vart við drónaflug nærri norskum borpöllum í Norðursjó og á danska olíu- og gasvinnslusvæðinu Halfdan B í Norðursjó.

Sérfræðingar eru ekki í neinum vafa um að þetta geti allt tengst og að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af drónunum því flug þeirra geti tengst skemmdarverkunum í Eystrasalti.

André Ken Jakobsson, aðjunkt við Syddansk háskólann í Danmörku, vinnur við rannsóknir á „blönduðu stríði“. Þar er átt við að stríð sé háð með óvenjulegum hætti, til dæmis með skemmdarverkum á innviðum, tölvuárásir og þess háttar, án þess að um hefðbundið stríð sé að ræða. Í samtali við Jótlandspóstinn sagði hann að hann telji að það verði að lesa í heildarmyndina hvað varðar þá ógn sem stafar af Rússlandi og að því verði auðvitað að tengja drónaflugið við skemmdarverkin á Nord Stream gasleiðslunum.

Fyrir helgi tilkynntu sænsk yfirvöld að rannsókn á gasleiðslunum hefði leitt í ljós að sprengjur hefðu verið sprengdar við þær.

Jakobsson sagði að hugsanleg kenning sé að Rússar séu að reyna að sýna fram hversu viðkvæm orkuflutningskerfin í Evrópu séu og hversu auðvelt það sé að vinna skemmdarverk á þeim. „Ég tel þetta vera samhæfðar aðgerðir sem eiga að senda Vesturlöndum skilaboð um að þau séu viðkvæm og ef þau haldi áfram að styðja Úkraínu þá getum við reiknað með að stríðið færist beint inn á evrópskt landsvæði,“ sagði hann.

Fjögur rússnesk skip hafa að undanförnu haldið sig í Ålbæk Bugt við Danmörku. Þetta eru tvær freigátur, dráttarbátur og tankskip. Skipin eru á alþjóðlegu hafsvæði og því ekkert sem bannar þeim að vera þar. Danski sjóherinn hefur skip á svæðinu til að fylgjast með þeim rússnesku.

Hans Peter Michaelsen, hernaðarsérfræðingur, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þegar horft sé til drónaflugsins í Norðursjó þá sé sérstaklega athyglisvert að rússnesku skipin haldi sig nú við Ålbæk Bugt. Hann sagði að mjög líklega hafi skip verið nærri þeim drónum sem hafa sést í Norðursjó en það þurfi ekki endilega að hafa verið herskip. Ef þetta hafi ekki verið stórir drónar, eins og herir nota oft, þá hafi þeim verið stýrt frá skipum í nágrenninu, í 25-30 km fjarlægð.

Hann sagðist telja að drónunum hafi verið ætlað að hræða eða taka myndir til að finna veika punkta á borpöllunum. Markmiðið geti verið að vinna skemmdarverk eins og var gert við Nord Stream 1 og 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu