fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fréttir

Hreggviður birtir yfirlýsingu vegna Vítalíu og stígur til til hliðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 14:22

Hreggviður Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreggviður Jónsson, stjórnarmaður í Veritas, og einn fjórmenninga sem Vítalía Lazareva sakar um að hafa brotið gegn sér, hefur sent frá sér yfirlýsingu.

Hann segist líta atvikið sem hann er bendlaður við alvarlegum augum og hefur ákveðið að stíga út úr stjórn Veritas, sem er fyrirtæki er sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu.  Yfirlýsing Hreggviðs er eftirfarandi:

„Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“

Umrætt atvik átti sér stað í sumarbústaðarferð í desember árið 2020. Vítalía lýsir því svo í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin konur:

„Ég mæti þarna mjög seint, ég mæti eftir vinnu, ég var að vinna þetta kvöld til miðnættis. Það hafa verið alls konar sögur um að ég hafi mætt þangað full jafnvel og slíkt, það er annað mál en það er hægt að afsanna það allt saman,“ segir Vítalía.

„Það eru allir þarna búnir að vera í bara góðum málum, vinirnir saman í sumarbústað og allt í rólegheitunum. Ég mæti þarna og einstaklingurinn sem ég er að mæta fyrir, hann er fyrstur til að afklæðast og hann fer ber í pottinn og segir bara: „Heyrðu Vítalía viltu koma með mér í pottinn?“ og ég segi við þessa vini hans, sem ég þekki bara nánast ekki neitt, „bara heyrðu væruði til í að segja honum að fara í föt, mér finnst þetta óþægilegt“. Þarna er ég nýkomin og það er verið að bjóða manni í einhvern pott. Ég fer ekki ber næstum því strax og hann er búinn að vera í pottinum lengi einn, býst ég við í klukkutíma. Það er erfitt að vera með tímalínu á þessu, það veit enginn nákvæmlega fyrir víst hvað tíminn var eða neitt slíkt, en hann var í pottinum einn í einhvern ákveðinn tíma. Svo bara er ákveðið að fara öll saman í pottinn, ég segi líka bara „förum öll saman í pottinn“. Því ég á alveg vini sem ég hef farið með í pottinn og þá er ekkert verið að gera neitt svona í pottinum. Það á alveg að vera hægt án þess að það sé vesen.“

Fljótlega voru þau öll saman nakin í pottinum, Vítalía og þessir fjórir menn. „Þetta er í rauninni bara orðinn nektarpottur áður en maður veit af. Ég veit í rauninni ekki af hverju þetta var svoleiðis, svona var þetta bara, einn einstaklingur var nakinn og þá eru bara hinir naktir. En þó svo að þetta sé nektarpottur þá er það ekki afsökun fyrir því að það sé verið að fremja brot eða slíka hluti í pottinum. Það er alveg skýr lína býst ég við að ætti að vera þarna á milli.“

Vítalía segir að í heita pottinum hafi maðurinn og vinir hans brotið á henni. Hún segir til að mynda að puttum hafi verið troðið í hana og að þetta hafi farið langt yfir öll mörk. „Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt er að fara yfir,“ segir hún.

„Fólk er held ég ekki að átta sig á því hversu stórt þetta var. Margir til dæmis halda að þetta hafi „bara“ verið eitthvað þukl. Þetta fór alveg yfir öll mörk.

Sjá einnig: Vítalía sakar þjóðþekkta menn um alvarleg brot gegn sér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

SVÞ og SF vilja innleiða bólusetningarskírteini

SVÞ og SF vilja innleiða bólusetningarskírteini
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Þetta eyðileggur allt fyrir þeim“ segir helsti handboltasérfræðingur Dana

„Þetta eyðileggur allt fyrir þeim“ segir helsti handboltasérfræðingur Dana
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Hnífamaður í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Nemendur Verzlunarskólans í sjokki eftir að kveikt var á flugeldum í skólanum – „Þetta var mjög óþægilegt“

Nemendur Verzlunarskólans í sjokki eftir að kveikt var á flugeldum í skólanum – „Þetta var mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Hörð orðaskipti Bubba og Þórarins – „Þú ert tapsár með eindæmum“ – „Vilt þú ekki halda þig við það sem þú kannt besservisser“

Hörð orðaskipti Bubba og Þórarins – „Þú ert tapsár með eindæmum“ – „Vilt þú ekki halda þig við það sem þú kannt besservisser“
Fréttir
Í gær

Brugðust fljótt við og skipuleggja 186 sæta leiguflug á leik Íslands gegn Danmörku

Brugðust fljótt við og skipuleggja 186 sæta leiguflug á leik Íslands gegn Danmörku
Fréttir
Í gær

Vigfús segir VG senda fólkinu sínu rýting í bakið – „Það var verið að ljúga, svíkja og pretta saklausa fólkið“

Vigfús segir VG senda fólkinu sínu rýting í bakið – „Það var verið að ljúga, svíkja og pretta saklausa fólkið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir með yfirlýsingu vegna ákæru um skattalagabrot – „Því miður var sá rekstur erfiður og gekk ekki upp“

Sverrir með yfirlýsingu vegna ákæru um skattalagabrot – „Því miður var sá rekstur erfiður og gekk ekki upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svakalegt mynband frá Reykjanesbraut: Steig úr bílnum og gekk berserksgang – „Hvað er hann að gera?“

Svakalegt mynband frá Reykjanesbraut: Steig úr bílnum og gekk berserksgang – „Hvað er hann að gera?“