Tæknifyrirtækið Svar, sem hefur í fjölda ára þjónustað lausnir frá Microsoft og veitt viðskiptavinum sínum ráðgjöf og þjónustu á lausnum hugbúnaðarrisans, var nú í upphafi árs, vottað sem Silfur samstarfsaðili Microsoft.
„Við erum að sjálfsögðu í skýjunum með vottunina en hún er staðfesting á því að við erum að vinna okkar vinnu vel og náum að halda okkur á tánum. Til að öðlast vottunina þurftu allir ráðgjafar okkar að þreyta próf frá Microsoft en prófin gera ríkar kröfur til þekkingar og reynslu starfsfólk,“ segir Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svars.
Svar hefur að undanförnu verið í miklum vexti og segir Rúnar tækniumhverfið á hraðri og spennandi siglingu:
„Við erum búin fá öfluga einstaklinga til starfa hjá okkur að undanförnu og er það frábær viðbót við öflugan hóp starfsfólks. Það er að mörgu að huga á hverjum degi, til dæmis að innleiðingum stafrænna umbreytinga, og að standa vörð um gagnaöryggi viðskiptavina okkar“.