fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Á yfir höfði sér bann frá eigin liði út af kynferðislegu sambandi við starfsmann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. september 2022 09:00

Ime Udoka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ime Udoka, þjálfari körfuboltaliðsins Boston Celtics í NBA-deildinni á mögulega yfir höfði sér langt bann vegna samskipta við kvenkyns starfsmann liðsins.  Hið meinta brot snýst um kynferðislegt samband Udoka og konunnar en þrátt fyrir að báðilar aðilar hafi tekið þátt af fúsum og frjálsum vilja þá er um að ræða brot á starfsreglum körfubolta liðsins.  NBA-sérfræðingurinn Adrian Wojnarowski á ESPN-sjónvarpsstöðinni greindi frá málinu en talið er líklegt að yfirstjórn Boston Celtics muni komast að þeirri niðurstöðu að setja Udoka í bann, jafnvel allt næsta tímabil.

Ekki er talið líklegt að Udoka verði rekinn frá liðinu. Hann náði ágætum árangri með Celtics á síðasta NBA-tímabili og kom liðinu alla leið í úrslit deildarinnar þar sem liðið beið lægri hlut fyrir ofurliði Golden State Warriors.

NBA-tímabilið hefst um miðjan október en fyrsti leikur Boston Celtics er gegn Philadelphia 76ers þann 18. október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi