fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Eftir sex áratugi spiluðu Rússar síðasta trompinu sínu út – Skjóta sig kannski í fótinn með því

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. september 2022 08:00

Gazprom hefur stoppað flæði gass til ESB og því hafa Þjóðverjar leitað á önnur mið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman var þetta eitt aðaltromp Sovétríkjanna og síðustu 30 árin hefur það gagnast Rússlandi jafn mikið. En í síðustu viku ákváðu ráðamenn í Kreml að spila þessu síðasta trompi sínu út og brjóta þar með reglu sem hefur verið næstum heilög í Kreml síðan Vladímír Pútín, forseti, var á grunnskólaaldri.

Með tilkynningu um að Rússar muni ekki hefja dælingu gass til Evrópu á nýjan leik í gegnum Nordstream leiðsluna fyrr en Vesturlönd aflétta refsiaðgerðum gegn landinu spiluðu Rússar síðasta trompinu sínu út. Tromp sem hefur verið hornsteinninn í landfræðilegri efnahagsstefnu þeirra áratugum saman.

Gassala til Evrópu stóð af sér innrás Sovétríkja í Tékkóslóvakíu 1968, stríðið í Afganistan, fall kommúnistans, hernáms Krím og upphaf stríðsins í Úkraínu. En að lokum var það innrásin í Úkraínu sem varð til þess að Rússar skrúfuðu fyrir gasið.

Jótlandspósturinn bendir á að áratugum saman hafi gassalan farið vaxandi en nú sé sú tíð liðin að Evrópa geti treyst á gas frá Rússlandi.

Gassalan hefur skipt Rússa miklu máli fjárhagslega og verið pólitískt vopn sem þeir hafa geta beitt gegn Evrópu. Þeir hafa getað hótað að skrúfa fyrir gasið og gerðu það þegar þeim fannst þeir þurfa að hafa í hótunum við ríki í Mið- og Austur-Evrópu. En þeir gengu aldrei svo langt að stefna evrópsku orkuöryggi í hættu, með því hefðu þeir spilað stærsta trompinu sínu út. En nú hafa þeir gert það.

Gasið hefur veitt Rússum pólitísk áhrif víða í Evrópu og þeir hafa byggt upp sterkt tengslanet, meðal annars í Þýskalandi og á Ítalíu. Sem dæmi um vægi gassins í Þýskalandi þá er Gerhard Schröder, fyrrum kanslari, stundum nefndur sem dæmi en hann hefur árum saman næstum borðað úr lófum Rússa. Hann er í góðu sambandi við Pútín og fleiri valdamenn og hefur haldið vinskapnum áfram þrátt fyrir innrásina í Úkraínu. En viðbrögð þýskra stjórnmálamanna við ákvörðun Rússa um að skrúfa fyrir gasið benda hins vegar til að með því að spila þessu trompi út hafi þeir í raun skotið sig í fótinn. Nú sé gas gagnslaust vopn gegn Þýskalandi og öðrum Evrópuríkjum. Robert Habeck, varakanslari og efnahagsráðherra, sagði nýlega að gas frá Rússlandi komi ekki lengur við sögu í útreikningum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi