fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Umdeild skilaboð í sundklefa: „Held að það væri þá best að þið merktuð klefana bara með viðeigandi kynfærum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitar umræður sköpuðust á Twitter eftir að kona deildi mynd af skilaboðum sem hanga uppi í Salalaug í Kópavogi: „Foreldrar og forráðamenn athugið. Börnum á grunnskólaaldri ber að nota búningsaðstöðu sem ætluð er þeirra  kyni.“ Hún spyr einfaldlega: „Eru þetta bara eðlileg skilaboð í sundlaug?“

Önnur kona segir að þetta virðist vera reglan í flestum sundlaugum og hún þoli þetta ekki af svo mörgum ástæðum.  Hún er spurð hvort svona merkingar séu í sundlaugum um allan bæ en hún svarar: „Ekki kannski svona explicit merkingar en þetta virðist vera í flestum reglum hjá sundlaugum sem ég hef farið í (hef leitað sérstaklega að þessum reglum sem einstæð móðir 6ára drengs sem er ekki fær um að fara einn í gegnum kk klefann).“

Enn ein móðirin segir: Sonur minn var ekki tilbúinn til að fara einn i klefa 6 ára og neitaði að fara í sund nema einhver kk kæmi með sem var ekki í boði því ég var einstæð.. Þetta eru bara kynfæri, hvers vegna að kenna svona ungum börnum að þau þurfi að fela þau f. öðrum kynjum?“

„draga typpa og píku línuna?“

Karlmaður á Selfossi blandar sér í umræðuna og segir að hann geti bara svarað fyrir sína sundlaug. „Þar er sama regla í gangi eins og á flestum stöðum. En við bjóðum líka upp á þrjá unisex klefa fyrir öll kyn eða fjölskyldur sem vilja fara saman í klefa.“

Hann er þá spurður af enn einni móðurinni: „En sú dóttir mín sem er stelpa, skráð stelpa í þjóðskrá og svarar sínu skráða stelpunafni, má hún þá ekki fara í stelpuklefann af því að hún fæddist mögulega ekki með þessi týpísku stelpukynfæri?“

Maðurinn svarar að því miður verði einhvers staðar að draga línuna.

Konan er snögg aftur til svars: „draga typpa og píku línuna? Held að það væri þá best að þið merktuð klefana bara með viðeigandi kynfærum fyrst þið ætlið að fara eftir þeim en ekki réttu kyni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“