fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Fréttir

Segir að Rússar hafi nú þegar tapað stríðinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 06:06

Pútín heitir rússneskum hermönnum gulli og grænum skógum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæplega fjórir mánuðir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Enn er hart barist og hafa Rússar haft undirtökin að undanförnu en þó hafa þeir ekki náð afgerandi árangri og sókn þeirra í Donbas sækist seint. Þetta má meðal annars lesa úr stöðuskýrslum breska varnarmálaráðuneytisins og stöðuskýrslum Institute for the Study of War en þær eru birtar daglega.

Jótlandspósturinn ræddi við Flemming Splidsboel, sérfræðing í rússneskum málefnum hjá Dansk Institut for International Studier, um stöðuna á vígvöllunum í Úkraínu. Hann sagði rétt að Rússar séu með yfirhöndina eins og er en staðan sé ekki einföld þrátt fyrir það.

Hann sagðist horfa á þetta sem þrívíddarskák þar sem taflmennirnir eru færðir fram og aftur, til hliðanna og einnig upp og niður. Það sé hugsanlega rétt að Úkraínumenn eigi nú í vök að verjast hernaðarlega séð en á móti hafi þeir yfirhöndina þegar kemur að pólitískum þrýstingi og geti hugsanlega nýtt sér það í heildarsviðsmyndinni. Allt tengist þetta og það geti haft áhrif á heildarmyndina.

„En ég hef áður sagt að Rússar séu nú þegar búnir að tapa. Í mínum augum er það skýrt að þetta hefur kostað Rússland alltof mikið en það geta þeir engan veginn játað og reyna að segja að þetta gangi vel og Vladímír Pútín líkir sér við Pétur mikla,“ sagði hann.

Hann sagði að enn liggi ekki fyrir hvaða áhrif vopnasendingar Vesturlanda til Úkraínumanna hafi. Hann sagði einnig að nú séu markmið Rússa að skýrast. Þeir ætli að leggja Donetsk, Luhansk, Zeporizjzja og Kherson undir sig og undirbúi nú innlimum héraðanna í Rússland í sumar og muni efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það. Ef þeim tekst þetta verður það mikil breyting fyrir Rússland að hans mati. Ef Úkraína eða Vesturlönd reyni að hrekja þá frá þessum svæðum með hernaðarmætti muni Rússar segja að nú sé verið að fara yfir rauðu línuna og þá verði þeir tilbúnir til að beita kjarnorkuvopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“