fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Réttað verður yfir lækninum þann 8. júní

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 10:00

Héraðsdómur Vestfjarða er staðsettur á Ísafirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli læknis sem sakaður er um alvarleg ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og börnum hefur verið frestað. Átti hún að fara fram þann 13. maí, eða næstkomandi föstudag, en verður þann 8. júní, fyrir Héraðsdómi Vestfjarða.

Lækninum var sagt upp störfum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 vegna samstarfserfiðleika. Síðast starfaði hann sem læknir hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík og hafði verið við störf þar í tvær vikur er honum var sagt upp eftir að greint var frá ákærunni gegn honum í fjölmiðlum.

Meint ofbeldisbrot mannsins gegn eiginkonu og börnum ná frá árinu 2014 til 2020. Fyrir utan líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi er maðurinn meðal annars sakaður um að hafa hótað konunni því að hann myndi myrða hana með ofskammti á insúlíni í gegnum fjarstýrða lyfjagjöf. Hann er ennfremur sakaður um að hafa ekki komið konunni til hjálpar er hún lá fótbrotin, heldur hætt hana og sparkað í hana. Orðrétt er meintum ofbeldisbrotum hans í garð konunnar lýst þannig í ákæru:

„1. Þann […] 2014, á heimili þeirra að […] í […], hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk, með því að hrinda henni í gólfið, þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga og hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið.

2. Í eitt skipti í […] 2016, á heimili þeirra að […], lamið hana í andlitið með banana, sagt að hún væri lág í sykri og skipað henni að borða bananann.

3. Í eitt skipti í byrjun […] 2017, á heimili þeirra að […], beitt hana andlegu ofbeldi með því að niðurlægja hana á heimili þeirra með því að öskra á hana, banna henni að þrífa maís sem hún hafði misst á gólfið með tusku og þvinga hana til þess að borða maísinn af gólfinu á meðan hann horfði á og kallaði hana ömurlega.

4. Í eitt skipti í enda […] 2018, á heimili þeirra að […], þvingað hana til heimilisverka og neitað henni um aðstoð þegar hún var fótbrotin og kvalin. Á meðan hafi hann beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi, niðurlægt hana með því gera grín að henni, hrækja á hana og sparkað í síðu hennar.

5. Í nokkur skipti frá árinu 2016 og til loka sambands þeirra 2021 hótað henni lífláti og lýst því hvernig hann myndi framkvæma það, sagt að hann myndi gefa henni of mikið insúlín með fjarstýringu sem stýrir inngjöf, með þeim afleiðingum að hún óttaðist um líf sitt, heilsu og velferð.

6. Á árunum 2016 og til loka sambands þeirra árið 2021 hótað að hann myndi lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá með þeim afleiðingum að hún var mjög hrædd við að greina heilbrigðisstarfsfólki frá andlegu og líkamlegu ofbeldi af hans hendi.

7. Í eitt skipti þegar hún var ófrísk, sumarið 2016, beitt hana ofbeldi í kynlífsathöfn þeirra með því að bíta fast í geirvörtu hennar svo að hún öskraði af sársauka.

8. Í nokkur skipti niðurlægt hana í kynlífsathöfnum, með því að hrækja á hana, kalla hana mellu, slá hana og hæðast að frammistöðu hennar.

9. Í eitt skipti í byrjun árs 2020, að heimili þeirra að […], læst [Y] inn á baðherbergi þrátt fyrir að vita að hún var lág í sykri, hlegið að henni og farið með börnin niður á hæðina fyrir neðan, með þeim afleiðingum að hún óttaðist um líf sitt.“

Ofbeldi gegn börnum

Maðurinn er einnig sakaður um ofbeldi gegn þremur börnum sínum, meðal annars um líkamlegt ofbeldi og innilokun. Er hann sagður hafa slegið börnin á fingur þeirra í refsingarskyni, læst þau inni í herbergi og þvottaherbergi og slegið eitt þeirra með flötum lófa í höfuðið í bíl.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Ennfremur eru gerðar einkaréttarkröfur á manninn fyrir hönd konunnar og barnanna. Fyrir konuna er krafist 4 milljóna króna í miskabætur en fyrir hönd hvers barns er gerð krafa um 1,5 milljónir.

Sem fyrr segir verður réttað í málinu 8. júní. Dómur mun falla í síðasta lagi fjórum vikum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“