fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Ferðamálastjóri sakaður um einelti og ofbeldi – Rannsókn í gangi í ráðuneytinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 11:02

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Mynd: Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír starfsmenn Ferðamálastofu, einn núverandi og tveir fyrrverandi, hafa leitað til menningar- og viðskiptaráðuneytisins með kvartanir á hendur ferðamálastjóra fyrir ótilhlýðilega stjórnarhætti, ofbeldi og einelti. Ferðamálastjóri er Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Þessar upplýsingar koma fram í tölvupósti sem Helena Karlsdóttir, forstöðumaður á stjórnsýslu- og umhverfissviði Ferðamálastofu, hefur sent á starfsfólk stofnunarinnar.

Í póstinum kemur fram að Skarphéðinn vilji halda ákveðinni fjarlægð frá málinu og því hafi hann falið Helenu að upplýsa starfsfólk um stöðu mála. Er boðað að ráðgjafar frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu muni ræða við starfsfólk vegna rannsóknarinnar. Ráðuneytið vinnur samkvæmt stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi.

DV hafði samband við Skarphéðinn Berg Steinarsson vegna málsins. Hann segist, að beiðni ráðuneytisins, ekki getað tjáð sig um þessar kvartanir efnislega en hann hafi svarað fyrirspurnum ráðuneytisins um málið. Segir Skarphéðinn að það sé vægt til orða tekið að hann sé ósammála innihaldi kvartananna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi