fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fréttir

Nemendur Verzlunarskólans í sjokki eftir að kveikt var á flugeldum í skólanum – „Þetta var mjög óþægilegt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 17:34

Skjáskot úr myndböndunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óprúttnir aðilar kveiktu í flugeldum innan veggja Verzlunarskólans í dag. Nemandi í skólanum segir í samtali við blaðamann að fyrst hafi verið kveikt í flugeldum í tölvustofu í skólanum og því næst hafi verið kastað flugeldum á Marmarann.

Nemandinn sem ræddi við blaðamann er sannfærður að óprúttnu aðilarnir séu utanaðkomandi. „Þeir sprengdu sprengju í tölvu stofunni og hentu Kínverjum inn á Marmara,“ segir nemandinn. Hann segir einn kennara í skólanum hafa séð til þeirra sem sprengdu flugeldana en að hann hafi ekkert kannast við þá.

Nemendum í skólanum var að vonum brugðið við þessa óvæntu flugeldasýningu. „Það voru náttúrulega allir í sjokki, þetta var mjög óþægilegt,“ segir nemandinn sem ræddi við DV að lokum.

Nokkur myndbönd náðust af flugeldunum að springa í skólanum en tvö þeirra má sjá hér fyrir neðan. Í fyrra myndbandinu má sjá Bjarna Kristbjörnsson, nemanda í skólanum, reyna að slökkva á flugeldunum í tölvustofunni. „Ég fórnaði mér fyrir tölvukerfið,“ segir Bjarni í samtali við blaðamann.

video

„Við ætlum að leysa þetta mál“

DV náði sambandi við Guðrúnu Ingu Sívertsen, skólastjóra Verslunarskólans. Hún segir að ekki sé hægt að flokka atvikið sem eldsvoða heldur sem grín sem hafi farið úr böndunum. 

„Það voru sprengdir tveir flugeldar í skólanum. Sem betur fer varð engum meint af en það urðu smá skemmdir á gólfdúk. Við erum bara að skoða málið og reyna að finna út úr því hver kveikti í þessum flugeldum,“ segir Guðrún. 

Aðspurð segir hún málið ekki hafa verið tilkynnt til lögreglu og vonir standi til að hægt verði að leysa málið án aðkomu hennar. 

„Við þurfum bara að skoða hvort við förum þangað með málið. Ég væri til í að þeir aðilar sem voru þarna að verki myndu bara gefa sig fram. Ég bara óska eftir því við nemendur skólans.“

Guðrún segir fyrir öllu að engum hafi orðið meint af en um hafi verið að ræða tvo litla flugelda. „Þetta átti ábyggilega að vera grín sem gekk bara aðeins of langt. Við ætlum að leysa þetta mál og það verður lærdómur fyrir alla,“ segir hún. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman
Fréttir
Í gær

10 ára þolanda nauðgunar neitað um þungunarrof í Ohio

10 ára þolanda nauðgunar neitað um þungunarrof í Ohio
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“