fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Hallur Gunnar með alvarlegar hótanir í garð Baldurs – Lögreglan vaktaði Ráðhúsið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. september 2021 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallur Gunnar Erlingsson, fyrrverandi lögreglumaður og dæmdur kynferðisafbrotamaður, er kominn aftur á kreik. Hallur Gunnar hefur stöðu sakbornings í máli sem snýr að skotárás á bíl fjölskyldu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, sem átti sér stað í byrjun árs.  Alvarlegar hótanir hans í garð Baldurs Borgþórssonar, varaborgarfulltrúa Miðflokksins, í vikunni urðu til þess sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhúsið á meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Í viðtali við Vísir staðfestir Baldur að hann hafi hringt í neyðarnúmer ríkislögreglustjóra eftir að honum bárust alvarlegar hótanir á þriðjudaginn.

„Þetta er er aðili, sem hefur verið að hringja í mig nokkrum sinnum og brá nú á það ráð að fara dýpra ofan í málin. Þetta leiddi til þess að ég hringdi í ríkislögreglustjóra eins og við eigum að gera ef við lendum í áreiti, við sem erum fulltrúar þarna niðri í Ráðhúsi. Það var það sem ég þurfti að grípa til á þriðjudaginn,“ segir Baldur.

Þá staðfestir hann að um sama mann sé að ræða og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra og höfuðstöðvar nokkurra stjórnmálaflokka fyrr á árinu.

Sá maður er Hallur Gunnar Erlingsson. Skömmu eftir skotárásina á fjölskyldubíl borgarstjóra var Hallur Gunnar handtekinn og látinn sæta gæsluvarðhaldi í tæpa viku. Honum var síðan sleppt lausum en að því er DV kemst næst hefur ákæra ekki enn verið gefin út í málinu.

Hallur Gunnar hlaut dóm árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Hann lauk afplánun árið 2005 og hlaut uppreisn æru árið 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu