fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Framleiða kjöt úr pöddum – Selt á nokkrum veitingastöðum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. september 2021 07:59

Þurrkaðar lifrur dritbjalla. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfisvænt kjöt úr skordýrum er það sem Malena Sigurgeirsdóttir og Jessica Rose Buhl-Nielsen framleiða. Þær nota prótínduft úr dritbjöllum í kjötið sem er nú þegar selt á nokkrum veitingastöðum í Danmörku.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Malena er hálf-íslensk en hefur búið í Danmörku frá sex ára aldri. Haft er eftir henni að hana hafi alltaf dreymt um að læra læknisfræði en hún hafi tekið sér frí frá skóla í eitt ár áður en hún ætlaði að hefja háskólanám og hafi þá flutt til Afríku þar sem hún kenndi efnafræði og stærðfræði. „Ég bjó hjá fjölskyldu þarna og eitt kvöldið fékk ég steiktar engisprettur í matinn, þá var ekki aftur snúið,“ er haft eftir henni.

Hún og Rose eiga saman fyrirtækið Hey Planet en það framleiðir sælgæti, prótínstykki, hrökkbrauð og kjöt úr prótíndufti sem er unnið úr dritbjöllum.

Áður en hún snæddi engispretturnar í Afríku hafði hún lengi verið grænmetisæta. Í kjölfar engisprettumáltíðarinnar ákvað hún að mennta sig í náttúruauðlinda- og umhverfishagfræði í stað læknisfræði og finna umhverfisvæna aðferð til að framleiða kjöt.

„Skordýr innihalda mikið af járni, kalki, sinki og B12-vítamíni og eru full af prótíni, svo þetta er eiginlega hin fullkomna fæða. Svo er framleiðslan ekki orkufrek. Þegar skordýrum er gefið kíló af fæðu þyngjast þau nánast um kíló en þegar kú eru gefin 20 kíló af fæðu þyngist hún um eitt kíló,“ er haft eftir henni.

Aðspurð sagði hún mikla hugarfarsbreytingu vera að eiga sér stað á hugarfari og matarvenjum Evrópubúa og aðalmálið sé að fá fólk til að smakka og að flestir sem smakka séu ánægðir með bragðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum