fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Fréttir

Slökkviliðið gerir dómsátt við starfsmann og greiðir 3,5 milljónir – Enn engin afsökunarbeiðni

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 28. september 2021 12:06

Jón Viðar Matthíasson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. hefur gert dómsátt við starfsmann sem sakaður var um kynferðislega áreitni af samstarfskonu. Samkvæmt dómsáttinni, sem er frá 18. maí, fallast málsaðilar á að slökkviliðið biðji manninn afsökunar og greiði honum allan kostnað vegna málsins. Alls er um að ræða 3,5 milljónir, þar af 2 milljónir í lögmannskostnað og 1,5 milljón í bætur.

Samkvæmt heimildum DV hefur slökkviliðið hins vegar enn ekki beðist afsökunar. Ekki náðist tal af Jóni Viðari Matthíassyni, slökkviliðsstjóra, vegna fréttarinnar.

Engin svör frá slökkviliðinu

DV greindi frá því í ágúst að slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafi greitt rúmlega 14,5 milljónir króna í lögfræðikostnað frá árinu 2017 vegna mála þriggja starfsmanna. Einu málinu lauk með dómi en tveimur með dómssátt. Að auki hefur slökkviliðið greitt 5,4 milljónir króna vegna dómssátta á tímabilinu. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttir, fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, á fundi borgarráðs.

Í bókun sem Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram  í borgarráði kemur fram að orðrómur hafi gengið um að illa sé farið með starfsfólk hjá slökkviliðinu og að hugtakið ógnarstjórn hafi verið nefnt í því samhengi. Jón Viðar svaraði ekki fyrirspurn DV vegna þessa í ágúst. Borgarstjóri er stjórnarformaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki trúnaður um sálfræðiviðtal

Dómsáttin sem fjallað var um hér í byrjun var gerð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Áður hafði starfsmaðurinn leitað til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Umboðsmaður komst að þeirri niðurstöðu að slökkviliðið hefði brotið stjórnsýslureglur við meðferð málsins og sá sérstaka ástæðu til að senda landlækni afrit af álitinu.

Til greina hafði komið hjá slökkviliðinu að segja starfsmanninum upp eða áminna hann. Starfsmaðurinn mætti í viðtal hjá sálfræðingi sem slökkviliðið útvegaði og taldi maðurinn að það sem færi fram í sálfræðiviðtalinu væri trúnaðarmál eins og almennt tíðkast í sálfræðiviðtölum. Samskipti hans við sálfræðinginn og þau gögn sem hann útbjó fyrir sálfræðinginn í kjölfar viðtalsins voru af hálfu slökkviliðsins hins vegar hugsuð sem málsgögn þegar kom að því að ákveða hvort maðurinn yrði áminntur eða honum sagt upp störfum. Sjálfur segir maðurinn að ásakanirnar hafi með öllu verið tilhæfulausar. Bæði hann og samstarfskonan eru enn starfandi hjá slökkviliðinu.

Landlæknir fær afrit

Í áliti umboðsmanns Alþingis segir meðal annars:

„Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til stjórnar X að leysa úr erindi A, kæmi fram beiðni þess efnis frá honum, í samræmi við þau sjónarmið sem rakin væru  í álitinu. Þá kom umboðsmaður þeim ábendingum jafnframt á framfæri við X að það gerði viðeigandi ráðstafanir í tengslum við varðveislu og skráningu gagna við meðferð stjórnsýslumála og gætti að því að afhenda umboðsmanni afrit af öllum gögnum sem hann óskaði eftir. Hann beindi því jafnframt til X að hafa þau sjónarmið sem rakin væru í álitinu eftirleiðis í huga. Umboðsmaður taldi jafnframt tilefni til að senda landlækni afrit af álitinu í ljósi þeirra álitaefna sem þar var fjallað um og vörðuðu aðkomu heilbrigðisstarfsmanna að stjórnsýslumálum.“

Slökkviliðið greiðir milljónir á milljónir ofan vegna starfsmannamála – Orðrómur um ógnarstjórn og að illa sé farið með starfsfólk

Mikil óánægja meðal slökkviliðsmanna – Eldrauðar tölur í starfsánægjukönnun

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjórir hreinsaðir af morðákærum íslenska ríkisins á einu ári – 68 milljóna lögmannskostnaður fellur á ríkið

Fjórir hreinsaðir af morðákærum íslenska ríkisins á einu ári – 68 milljóna lögmannskostnaður fellur á ríkið
Fréttir
Í gær

Umdeild skrif Jakobs Bjarnar um hagsmunatengsl á RÚV – „Íslendingar eru prinsipplaus þjóð“ – „Hættu þessu rugli, Jakob“

Umdeild skrif Jakobs Bjarnar um hagsmunatengsl á RÚV – „Íslendingar eru prinsipplaus þjóð“ – „Hættu þessu rugli, Jakob“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steinbergur vill sjá afsagnir hjá lögreglunni – „Eitt umfangsmesta klúður í sögu embættisins“

Steinbergur vill sjá afsagnir hjá lögreglunni – „Eitt umfangsmesta klúður í sögu embættisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðtal: Meira vesen að ferðast til Íslands en allra annarra Evrópulanda segir Jóhannes – Varar við tug milljarða kostnaði vegna takmarkana á landamærum

Viðtal: Meira vesen að ferðast til Íslands en allra annarra Evrópulanda segir Jóhannes – Varar við tug milljarða kostnaði vegna takmarkana á landamærum