fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Slökkviliðið greiðir milljónir á milljónir ofan vegna starfsmannamála – Orðrómur um ógnarstjórn og að illa sé farið með starfsfólk

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 10:00

Mynd: Anton Brink. Tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu (SHS) hefur greitt rúmlega 14,5 milljónir króna í lögfræðikostnað frá árinu 2017 vegna mála þriggja starfsmanna. Einu málinu lauk með dómi en tveimur með dómssátt. Að auki hefur SHS greitt 5,4 milljónir króna vegna dómssátta á tímabilinu. Í bókun sem var lögð fram í borgarráði kemur fram að orðrómur hafi gengið um að illa sé farið með starfsfólk hjá Slökkviliðinu og að hugtakið ógnarstjórn hafi verið nefnt í því samhengi.

Á fundi borgarráðs þann 12. ágúst voru birt svör SHS við við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnarfulltrúa Miðflokksins í borgarráði, sem lögð var fram í júnímánuði.

Vigdís Hauksdóttir

Vigdís lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum:

Það er ljóst að starfsmannamál Slökkviliðsins eru í molum eins og ný úttektarskýrsla ber með sér þar sem allir þættir voru á eldrauðu. Það er með ólíkindum að á fimm ára tímabili hafi komið upp þrjú mál sem snerta starfsmenn sem enda með dómi eða sátt og hafa þau mál kostað 14,5 milljónir. Að auki hefur Slökkviliðið greitt 5.419.917 kr. vegna tveggja dómsátta á tímabilinu og ekki eru gefnar upp frekari sundurliðun á fjárhæðum þar sem trúnaður ríkir um efni þeirra. Þessu til viðbótar hefur Slökkviliðið samið sérstaklega um starfslok við tvo starfsmenn frá árinu 2010 að ráðleggingu lögmanna, enda talið þjóna hagsmunum Slökkviliðsins og viðkomandi starfsmanna. Greiðslur vegna þeirra samninga eru alls 7.355.305 kr., lögfræðikostnaður vegna þeirra er 918.361 kr. Hér er því um að ræða tæpar 30 milljónir. Hér hljóta allir að sjá að pottur er brotinn í samskiptamálum innan Slökkviliðsins.

Kolbrún Baldursdóttir

 

Þá lagði Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins,fram þessa bókun:

Fram kemur í svari við fyrirspurn um starfsmannamál Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að alls voru greiddar 5.419.917 kr. vegna tveggja dómsátta á tímabilinu. Þessu til viðbótar hefur Slökkviliðið samið sérstaklega um starfslok við tvo starfsmenn frá árinu 2010. Greiðslur vegna þeirra samninga eru alls 7.355.305 kr., lögfræðikostnaður vegna þeirra er 918.361 kr. Þessar upplýsingar vekja upp margar aðrar spurningar sem tengjast ástandinu á vinnustaðnum. Minnt er á nýlega starfsmannakönnun sem kom afar illa út. Niðurstöður sýndu að hjá Slökkviliðinu er allt í ljósum logum í orðsins fyllstu merkingu og er þá vægt til orða tekið. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um hverju þetta sætir og hvernig yfirmenn koma að þessum málum en hefur ekki fengið svör. Ítrekun var send á síðasta borgarráðsfundi en engin svör hafa borist. Svo lítur út sem eigi að þagga málið eða kæla nema hvort tveggja sér. Lengi hefur gengið sá orðrómur að illa sé farið með starfsfólk af æðstu stjórnendum hjá Slökkviliðinu og hefur hugtakið „ógnarstjórn“ verið nefnt í því sambandi. Tortryggni vex þar sem engin koma svörin. Hvað er þarna eiginlega í gangi?

DV hefur óskað eftir viðbrögðum vegna málsins frá slökkviliðsstjóra, Jóni Viðari Matthíassyni.

Mikil óánægja meðal slökkviliðsmanna – Eldrauðar tölur í starfsánægjukönnun

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki