fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. september 2021 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður óbirt gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna víðtæka þekkingu um mútugreiðslur til áhrifamanna í Namibíu til að liðka fyrir um fiskveiðikvóta í lögsögu afríkuríkisins. Samherji hefur hingað til staðhæft að mútugreiðslurnar hafi verið framtak Jóhannesar Stefánssonar, fyrirverandi starfsmanns fyrirtækisins í Namibíu og uppljóstrara fjölmiðla í málinu, en yfirmenn hans hafi ekki vitað af því. Jóhannes hefur sjálfur gengist við því að hafa brotið lög í störfum sínum og meðal annars greitt mútur til tveggja ráðherra. Hann hefur staðhæft að hafa gert þetta með vitund og vilja lykilstjórnenda Samherja, en Samherji hefur andmælt því.

Í tölvupóstssgögnum frá árunum 2011 og 2012 talar Aðalsteinn Helgason, stjórnarmaður í Samherja og einn nánasti samstarfsmaður Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, frjálslega um mútugreiðslur. Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, segir að Þorsteinn hafi vitað af hugmyndum um að stofna skúffufyrirtæki í Namibíu.

Í umfjöllun Stundarinnar segir um þátt Aðalsteins Helgasonar:

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ spurði Aðalsteinn Helgason, einn nánasti samstarfsmaður Þorsteins Más, strax árið 2012, þegar Samherji var að hefja innreið sína í landið. Og stuttu síðar tók hann af allan vafa um að beita mætti hótunum. „Ég á við hvort hægt sé að beita hótunum,“ skrifaði hann. 

„Þorsteinn veit af þessu“

Í greininni segir að Þorsteinn Már hafi haft samkipti við menn um þessi mál í gegnum tölvupóst aðstoðarkonu sinnar. Segir orðrétt um þetta í greininni:

„Tölvupóstur Aðalsteins Helgasonar til Þorsteins Más, í gegnum ritarann hans Margréti Ólafsdóttur, í apríl árið 2011 lýsir vel hugmyndum Samherja um starfsemina í Namibíu. Hún átti helst að vera aðeins að nafninu til, sem „skúffufyrirtæki“: „Til að gera samninga við kvótahafa þarf að vera fyrirtæki í okkar eigu í Namibíu. Við erum nú að kanna með KPMG í Namibíu hversu lítið það má vera og hversu lítil starfsemin getur verið. Við stefnum að því að þetta geti verið skúffufyrirtæki,“ skrifaði hann og bætir við „Ég fer yfir þetta betur þegar við vitum meira.“

Í öðrum skilaboðum, 28 dögum síðar, upplýsti Aðalsteinn þá Sigurstein Ingvarsson, fjármálastjóra Samherja á þeim tíma, og Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, um fyrirætlanir um að hefja veiðar í Namibíu. „ÞETTA ER ALGJÖRT TRÚNAÐARMÁL“ skrifaði hann en tók sérstaklega fram að „Þorsteinn veit af þessu“.

Kemur fram í pósti frá netfangi aðstoðarkonunnar að ef ætlunin sé að senda póst á Þorstein Má sé betra að senda á netfang aðstoðarkonunnar.

Sjá umfjöllun Stundarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst