fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Ekið á mann sem hafði orðið fyrir líkamsárás skömmu áður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 06:18

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18 í gær var bifreið bakkað á mann sem var að ganga yfir götu í miðborginni. Hann vildi enga aðstoð þiggja og ekki fara á Bráðadeild til skoðunar. Hann sagðist finna til í öllum líkamanum eftir líkamsárás sem hann varð fyrir skömmu áður en ekið var á hann.

Um klukkan 20 var ekið á mann á rafmagnshlaupahjóli í Hlíðahverfi. Engin slasaðist en bíllinn og hjólið skemmdust töluvert.

Á tíunda tímanum var tilkynnt um ofurölvi konu sem lá sofandi í aftursæti bifreiðar. Lögreglumenn vöktu konuna sem kannaðist ekkert við bifreiðina sem hún svaf í. Hún var færð á lögreglustöð því hún neitaði að veita umbeðnar upplýsingar um nafn og kennitölu. Þegar þangað var komið var hún reiðubúin til að veita þessar upplýsingar og var frjáls ferða sinna að því loknu.

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var ökumaður handtekinn eftir að hraði bifreiðarinnar sem hann ók mældist 108 km/klst á Bústaðavegi en leyfður hámarkshraði þar er 60 km/klst. Ökumaðurinn er að auki grunaður um ölvun við akstur.

Tveir ökumenn voru handteknir síðdegis í gær og nótt grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og hinn án gildra ökuréttinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga