fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Svarthöfði: Molnar undan samstöðu um sóttvarnir? – „„Hlýðum Víði“ stemningin er ei meir“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði hefur löngum verið trúgjarn maður. Sumir hafa gengið svo langt að væna hann um einfeldni eða barnaskap, en hann sjálfur vill halda að trúgirni hans eigi frekar rætur sínar að rekja í trú sinni á mannkyninu. Þegar Svarthöfði er beðinn um að hafa trú á einhverju, eða einhverjum, er sönnunarbyrðin iðulega öfug, og þá spurt: Afhverju ekki?

Það eina sem Svarthöfði biður um í skiptum fyrir blinda trú sína er að honum sé treyst fyrir þeim upplýsingum sem liggja eigi að baki þeirri trú.

Svarthöfði var því illa svikin í gær þegar Landspítalinn tilkynnti að upplýsingar um hvort Covid-19 sjúklingar á gjörgæslu hafi verið bólusettir eða ekki yrðu framvegis ekki gerðar opinberar. Um fátt annað er nú rætt í samfélaginu en gildi og gagnsemi bólusetninga. Umræðan er ný af nálinni og lítið um gögn að finna. Eitt stærsta sönnunargagn í réttarhöldum almennings yfir aðgerðum ríkisstjórnarinnar, bólusetningum og framtíðar viðbrögðum við faraldrinum er einmitt tölfræðileg gögn um hve margir bólusettir veikjast við það að smitast af veirunni, og þá hversu alvarlega. Í stuttu máli: Hvers vegna var Svarthöfði að láta sprauta sig?

Að kippa þessum upplýsingum úr umferð er einungis til þess fallið að veikja málatilbúnað sóttvarnayfirvalda og trú almennings á aðgerðum ríkisins. Hætt er við að tvær grímur renni á Svarthöfða, þegar þessar forsendur eru fjarlægðar úr jöfnunni.

Í fréttum vikunnar kom fram að stjórnvöld í einu ríki Kanada hafi tekið þá ákvörðun að afnema einangrunarskyldu Covid sjúklinga og verður komið fram við þá eins og um almenna flensusjúklinga væri að ræða. Á sama tíma fara önnur ríki allt aðra leið og hafa hert samkomutakmarkanir til muna undanfarin misseri, nægir þar að nefna Japani, Ástrali og Ný Sjálendinga.

Ákvarðanir heilbrigðisyfirvalda varðandi sóttvarnaraðgerðir innanlands sem og á landamærunum verða sífellt umdeildari. Ljóst er að sú breiða samstaða sem eitt sinn var um takmarkanirnar, „hlýðum Víði“ stemningin, er ei meir. Þeim mun alvarlegri er ákvörðun Landspítalans um að halda frá almenningi svo mikilvægum upplýsingum.

Forsenda þess að almenningur, rétt eins og Svarthöfði, geti sætt sig við takmarkandi aðgerðir ríkisstjórnar í framtíðinni, er að almenningur viti á hvaða upplýsingum þær ákvarðanir eru byggðar. Ekki bara að hann viti hluta þeirra, heldur allar.

Þá halda rök Landspítalans, að um persónugreinanleg gögn sé að ræða, tæpast vatni. Þegar ákvörðun Landspítalans var tekin voru tveir á gjörgæslu, báðir óbólusettir og báðir á aldrinum 40-70 ára. Frekari upplýsingar lágu ekki fyrir.

Svarthöfði lagðist í reikning.

Um 85% Íslendinga sem mega þiggja bólusetningu hafa nú verið bólusettir. Íslendingar á aldrinum 40-70 ára eru, samkvæmt Hagstofunni, 133.232. Gróflega reiknað koma þá 19.984 Íslendingar til greina sem gjörgæslusjúklingarnir tveir. Að segja að upplýsingar sem geta átt við 19.984 einstaklinga dugi til þess að persónugreina tvo er fráleitt.

Eða það finnst Svarthöfða að minnsta kosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi