fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sá sem liggur á gjörgæslu vegna Covid-19 er óbólusettur Íslendingur

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta einstaklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19 en einn þeirra liggur á gjörgæslu. 5 af þessum einstaklingum voru lagðir inn í gær. Einstaklingarnir eru allir á aldrinum 40 til 70 ára.

Sá einstaklingur sem liggur á gjörgæslu Landspítalans er óbólusettur Íslendingur. Óbólusetti Íslendingurinn sem um ræðir er undir sextugu samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá Runólfi Pálssyni, yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Hinir 7 einstaklingarnir sem eru á spítalanum eru allir fullbólusettir.

115 einstaklingar greindust í gær með Covid-19 hér innanlands. Af þeim sem greindust í gær voru 89 fullbólusettir, 24 voru óbólusettir en tveir höfðu fengið fyrri sprautu.

Búast má við því að þetta sé ekki lokatala þeirra sem greindust smitaðir í gær þar sem gífurlegur fjöldi mætir í sýnatöku þessa dagana og langan tíma tekur að skila niðurstöðum fyrir alla. Í gær var upphaflega tilkynnt um 82 smit, talan fór síðan upp í 96 en lokatalan, sem gefin var upp síðdegis, reyndist var 123, sem var hæsta tala greindra til þessa í faraldrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi