fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Nýjar „skeiðar“ í skyrdósum gerðu allt brjálað á Matartips – „Þetta er svo mikið helvítis rugl“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 24. júlí 2021 15:30

mynd/Matartips Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjólkurvöruframleiðandinn MS endurskoðaði nýverið plastaðföng sem fylgja með drykkjum, og skyrdósum sínum. Var þetta gert í ljósi nýrra Evrópuregla sem tóku gildi nú í byrjun júlí, að því er segir á heimasíðu fyrirtækisins. Miðar reglugerðin að því að minnka plast í sjónum.

„MS hefur unnið hörðum höndum að því í samstarfi við birgja sína að tryggja ný papparör og pappaskeiðar (og í sumum tilvikum tréskeiðar) á vörur fyrirtækisins. Þegar er hafi pökkun á fernum með papparörum og nú er að hefjast pökkun á skyri með pappaskeiðum en í sumar munu plastskeiðar og -rör hafa vikið fyrir nýjum pappa- og trélausnum í öllum vöruflokkum,“ segir í tilkynningu MS.

Þó umhverfissinnar og bjúrókratar í Brussel fagna óneitanlega gildistöku reglnanna er óhætt að segja að þær hafa ekki fallið jafn vel í kramið hjá íslenskum neytendum. Að minnsta kosti ekki þeim sem tekið hafa þátt í umræðum um málið inni á Facebook síðunni Matartips.

Meðlimir hópsins telja nú um 47 þúsund og er ljóst að þar er saman komið fólk sem hefur skoðanir.

„Er þetta ekki komið út í öfgar þegar maður á að fara borða skyr með pappaspjaldi?“ spurði einn meðlimur hópsins í færslu nú um klukkan 11 í morgun. Fjórum tímum síðar voru rúmlega 500 manns brugðist við færslunni og 85 svarað henni. Meðfylgjandi myndir eru fengnar að láni úr hópnum. Ekki stóð á svörum.

„Þetta er svo mikið helvítis rugl. Pokarnir sem verslunum hefur verið gert að hætta að nota voru pokar sem brotna niður í náttúrunni á mjög skömmum tíma. Það er ítrekað búið að koma fram. Þetta er ekkert annað en fasismi, þessir plastlausu öfgar hjá fólki. Eins og svo margt annað á þessu skeri!“ skrifaði einn meðlimur hópsins þá. Annar tók þá undir með honum og sagði heiminn vera að fara fjandans til.

Aðrir bentu á að umbúðir skyrsins sem um ræðir er enn að miklu leyti úr plasti: „Ojj og svo er lokið og dollan plast,“ skrifar einn, „Umbúðirnar er ennþá úr plasti, skrítin heimur,“ sagði annar meðlimur. „Þetta er meiri brandarinn. Hvað með umbúðirnar. Undir skyrið og lokið, bara plast,“ skrifaði sá þriðji.

Enn aðrir virðast taka vel í að hugað væri að náttúrunni: „Erum við ekki öll saman í því að minnka plastið. Við verðum að laga okkur að breyttum aðstæðum til að reyna að bjarga jörðinni,“ sagði einn meðlimurinn. „Öll plast minnkun skiptir máli,“ kom þá fram í máli annars.

Aðkoma umhverfissinna var þó ekki fagnaðarefni fyrir aðra: „Æji hefði svo sem átt að búast við því að friðum jörðina samtökin myndi fara koma commenta herna.“

Enn aðrir voru með lausnirnar á hreinu: „Kaupa sér ferðasett og vera með í veskinu – þrífa að kvöldi og reddí í næsta dag. Mjög fínt til frá Systema t.d.“ Enn annar lagði til að borða með lokinu: „Borðaðu skyrið með lokinu eins og venjulegur maður!“

Uppþotið vegna skyrskeiðanna er ekki einstakt, því fyrr í morgun setti annar færslu um nýju rörin í Kókómjólkurfernunum:

„Ljóta helvítis umhverfis…. núna er kókómjólk kominn með bréfrör í staðinn fyrir plaströr. Finnst bragðið skila sér illa í bréfrörinu auk þess að þetta rör mýkist upp. Fá plastið aftur!!“ skrifaði sá, og uppskar á fimmta hundruð viðbragða. Flest í svipuðum dúr og að ofan var lýst.

Tekið skal fram að MS virðist hafa séð þessa óánægju fyrir, en í áðurnefndri tilkynningu segir:

„Ljóst er að neytendur munu taka þessum breytingum misvel enda upplifunin önnur en með plaströrum og -skeiðum, en MS mun áfram fylgjast með framþróun á þessu sviði og gera sitt besta til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á endurvinnanlegar og umhverfisvænni umbúðir.“

Ljóst er að sú spá MS reyndist rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala