fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur

Heimir Hannesson
Laugardaginn 24. júlí 2021 14:32

Kambarnir mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegar tafir eru nú á umferðarflæði á austurleið yfir Hellisheiði vegna þriggja bíla áreksturs sem varð við Hveragerði á Þjóðvegi 1. Samkvæmt viðmælanda DV nær bílaröðin frá Hveragerði upp Kambana og upp á Hellisheiði.

Engar upplýsingar hafa fengist enn frá lögreglunni á Suðurlandi um hvort áreksturinn hafi verið alvarlegur eða hvort einhverjir hafa slasast. Samkvæmt upplýsingum DV hefur veginum ekki verið lokað, en gríðarmiklar tafir eru engu að síður á umferð, sem fyrr segir.

Gríðarlega margir eru nú á ferðalagi um landið og mikil umferð mælst á vegum landsins síðustu daga. Þúsundir sleiktu sólina fyrir austan og norðan undanfarnar vikur, en af samfélagsmiðlum mátti ráða að þjóðin væri þar öll samankomin í leit að sól og sumaryl.

Búast má við þungri umferð næstu daga, sér í lagi á köflum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs næst Reykjavík. Mikil þoka lá yfir Hellisheiði í gær sem var í fréttum gærdagsins sögð hafa orsakað slys á heiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Í gær

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“
Fréttir
Í gær

Smitin á uppleið aftur

Smitin á uppleið aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínsali og aktívisti í hár saman – Sverrir hótar Sindra málsókn – „En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt“

Vínsali og aktívisti í hár saman – Sverrir hótar Sindra málsókn – „En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“