fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Rauðagerðismálið: Anton Kristinn ekki lengur grunaður um aðild – Málið formlega fellt niður

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 08:00

Armando, til vinstri, var myrtur á heimili sínu í febrúar. Anton og Angjelin voru reglulega nafngreindir saman sem aðilar að málinu. Angjelin hefur nú játað á sig morðið og lögreglan fellt niður rannsókn á aðkomu Antons að málinu. mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt Antoni Kristni Þórarinssyni að rannsókn á aðild hans að morðinu á Armando Beqirai sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum hafi verið felld niður.

Armando var skotinn ítrekað með skammbyssu er hann var á leið heim til sín laugardagskvöldið 13. febrúar.

Tugir manna voru handteknir við rannsókn málsins og sátu fjölmargir þeirra í gæsluvarðhaldi. Mikið var gert úr hlut „Íslendingsins,“ í málinu, eins og vísað var til Antons í yfirlýsingum lögreglu. Anton sjálfur var handtekinn á Suðurlandi og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Gæsluvarðhaldið varð síðar að farbanni, en óalgengt er að Íslendingar með eignir, fjölskyldur og önnur áþreifanleg og sterk tengsl við landið séu settir í farbann.

Á blaðamannafundi sem haldinn var af lögreglu vegna málsins fór mikið púður í að ræða aðkomu Íslendingsins að málinu, sem og lögmanns hans sem lögreglan hafði fengið settan á vitnalista sinn. Svo fór að „Íslendingurinn,“ Anton Kristinn var ekki ákærður vegna málsins og lögmaðurinn aldrei kallaður til skýrslutöku.

Ákæra var loks gefin út á hendur fjórum erlendum einstaklingum. Einn þeirra, Angjelin Sterkaj, játaði morðið á sig og sagðist við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa verið einn að verki.

Þetta þýðir að aðkomu Antons að Rauðagerðismálinu er formlega lokið. Hann mun þó geta krafist bóta vegna gæsluvarðhaldsvistar og farbannsins sem hann sætti að ósekju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi