fbpx
Mánudagur 14.júní 2021
Fréttir

Skiptimynt stolið og leigubílstjóra hótað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. júní 2021 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í nótt var lögreglunni tilkynnt um þjófnað á skiptimynt úr íbúð í miðborginni. Brotaþoli hafði boðið fólki með heim en því hafði hann kynnst skömmu áður. Það þakkaði gestrisnina með því að stela skiptimynt og hlaupa á brott.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi voru tveir handteknir í Árbæ eftir að þeir höfðu haft í hótunum við leigubílstjóra og neitað að greiða áfallið aksturgjald. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Í Hlíðahvarfi hafði lögreglan afskipti af manni á tólfta tímanum í gærkvöldi en hann er grunaður um að hafa brotið rúðu.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um líkamsárás á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglan ræddi við málsaðila. Á fimmta tímanum í nótt var par staðið að þjófnaði úr verslun í Hafnarfirði. Málið var afgreitt á vettvangi.

Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt um slagsmál við verslunarkjarna í austurborginni. Einn leitaði sér aðstoðar á bráðamóttöku. Lögreglan náði tali af meintum geranda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum
Eitt innanlandssmit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bólusetning vinsælli en tónleikar Ed Sheeran – Röð að Glæsibæ þrátt fyrir lélega mætingu

Bólusetning vinsælli en tónleikar Ed Sheeran – Röð að Glæsibæ þrátt fyrir lélega mætingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Ekkert smit í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Er það rétt af útvarpsstöðvum landsins að taka Auð úr spilun? – Taktu þátt í könnun

Er það rétt af útvarpsstöðvum landsins að taka Auð úr spilun? – Taktu þátt í könnun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknari mun ekki áfrýja Bræðraborgarstígsmálinu – Boltinn nú í höndum Stefáns Karls

Ríkissaksóknari mun ekki áfrýja Bræðraborgarstígsmálinu – Boltinn nú í höndum Stefáns Karls