fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Reiðhjólaþjófur handtekinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 04:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um mann sem var að reyna að komast inn í hjólageymslur í Hlíðahverfi. Skömmu síðar var maðurinn handtekinn þar sem hann var á ferð með tvö reiðhjól sem hann er grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi. Hann er einnig grunaður um eignaspjöll.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Árásarmaðurinn tók bifreið árásarþola og fór af vettvangi.

Um klukkan 20 voru tveir aðilar handteknir í miðborginni eftir að akstur bifreiðar hafði verið stöðvaður. Hvorugur aðilinn vildi kannast við að hafa ekið bifreiðinni en báðir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og að hafa stolið bifreiðinni. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Tveir voru staðnir að þjófnaði úr verslunum í miðborginni í gærkvöldi og voru málin afgreidd á vettvangi.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndi að komast undan á hlaupum en hafði ekki árangur sem erfiði.

Einn ökumaður var kærður í gærkvöldi fyrir að aka án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Bifreið hans reyndist einnig ótryggð. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án ökuréttinda og skjalafals en hann framvísaði fölsuðu erlendu ökuskírteini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar